4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Beikonbrauð

IMG_2688

Þetta brauð er algjör snilld! Ég bjó það til fyrir vinkonuhitting um helgina og það kláraðist mjög fljótt. Rosalega bragðgott og það kom mér á óvart hversu auðvelt það var. Þetta er uppskrift sem er hægt að leika sér með, hægt að bæta hverju sem er í uppskriftina.

IMG_2660IMG_2663IMG_2672IMG_2674IMG_2676IMG_2682IMG_2685IMG_2688IMG_2697IMG_2712IMG_2713

Beikonbrauð
Print
Prep Time
20 min
Cook Time
1 hr
Prep Time
20 min
Cook Time
1 hr
Ingredients
 1. 1 laukur
 2. 150 gr beikon
 3. 20 gr smjör
 4. 150 ml vatn
 5. 100 ml ólífuolía (ég notaði reyndar 50 ml ólífuolíu og 50 ml Ísíó olíu því það var það eina sem ég átti, það breytti engu)
 6. 4 egg
 7. ½ teskeið salt
 8. Pipar eftir smekk
 9. 250 gr hveiti
 10. 1 tsk lyftiduft
 11. 150 gr skinka (eitt bréf)
 12. 200 gr mozzarellaostur (1 poki)
 13. Ca 2 matskeiðar steinselja – söxuð
 14. 50-100 gr af svörtum ólífum (þetta er smekksatriði, má alveg setja meira eða minna)
Instructions
 1. Laukurinn skorinn smátt og steiktur upp úr smjörinu þar til hann verður mjúkur.
 2. Beikonið er skorið í litla bita og bætt við á pönnuna með lauknum og steikt þar til það er eldað.
 3. Leggið beikonið og laukinn á pappír þegar búið er að elda það og leyfið mesta vökvanum að renna af, annars er hætta á því að brauðið verði of blautt.
 4. Setjið vatnið, olíuna, eggin og salt í stóra skál og hrærið saman.
 5. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman við blönduna og hrærið.
 6. Skerið ólífurnar og skinkuna í litla bita og bætið við blönduna.
 7. Bætið beikoninu og lauknum, ostinum og söxuðu steinseljunni líka saman við og hrærið öllu saman.
 8. Setjið blönduna í vel smurt form, passið bara að það sé nógu stórt.
 9. Bakið við 180°C í klukkutíma.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Brunch í Köben - Minn uppáhalds
Ég elska að prófa nýja staði sem bjóða upp á brunch í Köben! Þeir eru ótal margir svo maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt en ef maður fer tvis...
Brunch á Mathús Garðabæjar
Við hjónaleysing gerðum okkur glaðan dag á 17.júní og fórum í brunch á Mathúsi Garðabæjar. Ég er bara búin að heyra fólk dásama þennan stað svo...
Brunch á Coocoo's Nest
Fyrir tveimur helgum skelltum við okkur á Coocoo's Nest í brunch en þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef komið á staðinn. Hann er al...
powered by RelatedPosts