Austurlenskur lax

Prófaði að elda þennan lax um daginn, hann var æðislega góður og mjög fljótlegur. Mæli alveg klárlega með honum! Upprunalegu uppskriftina má finna hér en ég breytti henni þó aðeins.

IMG_1396

IMG_1345

IMG_1383

Austurlenskur lax
Print
Ingredients
 1. 1 kg beinhreinsað laxaflak eða stykki
 2. ¼ bolli fljótandi hunang
 3. 3 hvítlauksgeirar-pressaðir
 4. 2 matskeiðar sojasósa
 5. 1 matskeið hvítvínsedik
 6. 1 matskeið sesamolía
 7. 1 matskeið rifið engifer
 8. 1 rauður chilly, fræhreinsaður og saxaður
 9. Pipar
 10. 2 vorlaukar, skornir smátt
 11. Sesamfræ ( má sleppa)
Instructions
 1. Hitið ofnin í 190 gráður.
 2. Hrærið saman í skál hunang, hvítlauk, sojasósu, hvítvínsedik, sesamolíu, engifer, chilly og pipar
 3. Skolið laxinn, þerrið og leggið hann á álpappír. Brettið upp allar 4 hliðar á álpappírnum.
 4. Setjið marineringuna yfir laxinn með skeið og lokið álpappírnum alveg.
 5. Setjið inní ofn og bakið í 15-20 mínútur. Opnið álpappírinn eftir þann tíma og bakið áfram í 2-3 mínútur eða þar til laxinn er aðeins brúnaður.
 6. Takið úr ofni, stráið söxuðum vorlauk og sesem fræjum yfir og berið fram með hrísgrjónum. Ef þú átt afgang af marineringunni þá er rosalega gott að hafa hana með líka.
Adapted from Damn Delicious
Adapted from Damn Delicious
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Boho barnateppi
Mig langaði að sýna ykkur barnateppi sem ég prjónaði um daginn og hefur fengið viðurnefnið tveggja daga teppið hjá mér og það ekki af ástæðul...
Flugmannahúfa
Mig langaði að sýna ykkur þessar flugmannahúfur sem ég prjónaði um daginn. Ég fékk lánaðan þennan fallega strák frá vinkonu minni til að s...
Draumapeysan: Frí uppskrift!
Það var einhverntíman í lok síðasta árs sem ég sagði ykkur frá peysunni sem ég var að rembast við að klára fyrir jólaferðina miklu til N...
powered by RelatedPosts