5   55
3   72
0   33
6   66
7   42
6   53
7   70
1   42
11   92
1   52

Tilvalið meðlæti með páskamáltíðinni

Jæja ég er mætt aftur á bloggið! Ég skrapp í smá vinnuferð til Los Angeles þar sem ég fór á æðislega ráðstefnu raungreinakennara. Ráðstefnan var æði og ég hef sjaldan skemmt mér svona vel. Borgin er líka æði og ég mæli með henni fyrir alla sem eru í ferðahug og hafa aldrei komið þangað! Ótrúlega margt að gera og sjá og mikið úrval af frábærum veitingastöðum. 

En að næstu uppskrift. Ég er búin að bíða í heilt ár með að birta þessa! Í fyrra fór ég í matarboð til foreldra minna þar sem boðið var upp á smjörsteiktan kalkún. Mamma mín, sem er mikill snillingur í eldhúsinu, bjó til ótrúlega gott meðlæti sem hún hafði til hliðar. Ég mæli mjög mikið með þessu meðlæti fyrir þá sem ætla að bjóða upp á kalkún. Svo finnst mér það reyndar passa við margt annað en kalkún. Mér fannst þetta allavega það gott að ég hefði auðveldlega getað borðað sem aðalrétt ;) 

IMG_2493

IMG_2588

IMG_2590

IMG_2592

IMG_2593

Sterk vetrarsúpa
Serves 4
Print
Prep Time
10 min
Cook Time
20 min
Total Time
30 min
Prep Time
10 min
Cook Time
20 min
Total Time
30 min
Ingredients
 1. 500 gr kjúklingabringur
 2. 2 rauðir chili, fínsaxaðir og fræhreinsaðir (1 er nóg ef þú vilt ekki hafa súpuna of sterka)
 3. 1 blaðlaukur, skorinn í bita
 4. 2 paprikur (rauð og gul)
 5. 1 saxaður hvítlaukur
 6. 1 matskeið olía
 7. 1 dós hakkaðir tómatar
 8. 2 matskeiðar karry
 9. 1 dós kókosmjólk
 10. 1 líter af kjúklingakrafti (2 teningar + vatn)
 11. Salt og pipar
 12. Ferskt kóríander
Instructions
 1. Skerið kjúklingakjötið i litla bita.
 2. Steikið chili, blaðlauk, hvítlauk og papriku í olíu í smástund í potti.
 3. Bætið við tómötunum úr dósinni.
 4. Hrærið karrýið og kókosmjólkinni saman og bætið síðan í pottinn.
 5. Látið malla í 5-6 mín.
 6. Setjið kjúklingabitana og kraftinn í pottinn og látið malla i 8-10 mínútur eða þar til kjúklingakjötið verður meyrt.
 7. Smakkið til með salti og pipar og bætið ef til vill við kjúklingateningi eftir smekk.
 8. Berið fram með fullt af fersku kóriander.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún

Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Sumarsalat
Ég fékk góða gesti í heimsókn til mín hér í Köben um daginn en foreldrar mínir kíktu til mín og Magnúsar. Ég vippaði því fram sjúklega góðu o...
Hárskrúbbur?
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég...
powered by RelatedPosts