Vinsælustu færslurnar árið 2015

TEXT HERE

Gleðilegt komandi nýtt ár kæru lesendur! Tíðkast það ekki annars að hafa svona smá annáll á gamlársdag? Ég hef allavega eitthvað heyrt um það og langaði að gera smá annáll fyrir síðuna. Árið hefur svo sannarlega verið viðburðarríkt fyrir síðuna sem opnaði í febrúar en það er búið að vera einstaklega skemmtilegt að sjá hana vaxa og hugsa til allra þeirra sem nenna að lesa þetta raul í mér dag eftir dag (takk bæ the vei)!

En förum aðeins yfir það sem hefur skeð á síðunni á þessu ári með því að líta yfir 10 mest lesnu færslurnar :)

Nr. 10 – GÞS Smarties yfirhalningNúmer 10 á listanum er yfirhalningin á Smarties stauknum þar sem ég breytti ósköp venjulegum nammistauk í gullfallegan marmara geymsluhólk. Í stauknum má geyma allt frá prjónum upp í eyelinera… passið bara að rugla þessu tvennu ekki saman því það gæti endað virkilega illa!

Nr. 9 – Nýja töfrakremið mittHér fjallaði ég um hið fullkomna augnkrem fyrir unga húð. Augnkremið er frá Gamla Apótekinu og kostar ekki nema 1500 krónur og ég held að það hafi verið það sem vakti helst athygli fólks. Þetta minnir mig á það að ég var að klára fyrstu dolluna mína um daginn og ég þarf að fara að kaupa mér nýja. Elsk’etta!

Nr. 8 – DIY Kókos baðbomburFyrsta færslan sem ég birti á síðunni fyrir utan kynningarfærsluna og var þessi heldur betur vinsæl en náði þó ekki nema 8. sæti. Í færslunni fer ég yfir skref fyrir skref hvernig má búa til þessar rakakóksbombur.

Nr.7 Tímon og Púmba frostpinnarÞað er greinilegt að það eru fleiri en ég sem fóru í nostalgíukast við þessa frostpinna! Hver man ekki eftir að hafa japlað á þessum sem krakki? Það er að segja ef þú ert 90’s barn! Þessir eru auðveldir í framkvæmd og einstaklega góðir. Þegar ég hugsa út í það þá henta þeir fullkomlega fyrir áramótin ef þið eruð á síðasta séns með eftirréttinn eða partýnasl. Það væri jafnvel hægt að skvetta smá áfengi í þá fyrir fólkið sem er komið með aldur og gera þá að alvöru partýpinnum ;)

Nr.6 – Prjónaður trefillUppáhalds trefillinn minn situr í 6. sæti á þessum lista enda auðveldur í framkvæmd jafnvel fyrir byrjanda í prjóni. Ef ykkur vantar góðan trefil fyrir komandi vetrarmánuði þá er þessi klárlega málið. Prjónaður úr einbandi og nógu síður til að kúra í… fullkominn :)

Nr.5 – Aðventukransinn með aflituðu könglunumMeistaraverkið mitt situr í 5. sæti en ég er búin að fá að dást að þessari fegurð öll jólin þar sem hann situr á miðju stofuborðinu mínu á jóladúk frá ömmu minni. Birtan frá kransinum er svo sannarlega búin að hlýja heimilið og ég hlakka sko ekki til að þurfa að setja hann í geymslu þegar jólin eru búin.

Nr.4 – RósahárbandÞetta hárband varð mun vinsælla en ég bjóst nokkurn tíman við og hef ég séð marga hekla rósir eftir uppskriftinni í svona hárband eða þá í eitthvað annað. Ég var svo ánægð með viðbrögðin að ég heklaði eitt bleikt og fallegt rósahárband og gaf heppnum lesanda. Alltaf gaman að gleðja með persónulegri gjöf :)

 

Nr.3 – Prjónuð ungbarnahúfa IIHúfurnar sem ég birti á síðunni á árinu voru heldur betur vinsælar hjá lesendum og lentu þessar því í 3. sæti. Þessar henta vel ungum kollum því þær halda vel um eyrun eins og ein nýbökuð mömmuvinkona sagði mér um daginn. Ef ykkur vantar flotta húfu til að prjóna fyrir komandi kríli þá er þetta klárlega sú sem þið ættuð að hafa í huga.

Nr.2 – Aflitaðir könglar fyrir kransagerð: Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart sem fylgist vel með síðunni að aflituðu könglarnir slógu í gegn! Eftir að ég birti færsluna fékk ég fullt af fyrirspurnum um aðferðina og sá heilan helling af krönsum eða bökkum sem skreyttir höfðu verið með aflituðum könglum. Það er líka eitthvað svo fallegt við hvíta köngla, finnst ykkur það ekki?

Og þá er komið að vinsælustu færslunni árið 2015!

Nr.1 – Prjónuð ungbarnahúfaTADA! Vinsælasta færslan árið 2015 er engin önnur en fyrsta ungbarnahúfan sem ég birti. Þessi ásamt þeirri sem var í 3. sæti á þessum lista er nauðsyn í pakka fyrir alla nýbura. Þessi húfa dugir barninu fyrstu vikunar og svo tekur hin við. Þessi er reyndar mun auðveldari í framkvæmd og er hægt að prjóna margar húfur í mörgum litum á nokkrum dögum. Ekki er verra fyrir nýbakaða foreldra þegar að litaúrvalið er mikið :)

Að lokum langaði mig bara að óska ykkur öllum gleðilegt nýtt ár og ég vona svo sannarlega að 2016 verði ykkur öllum gott! Takk innilega fyrir lesturinn á liðnu ári og ég lofa ykkur fullt af spennandi nýjungum á síðunni árið 2016. Mottóið fyrir næsta ár „Dream big. Do BIGGER“!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

2 Comments

  1. Avatar
    Heiðrún
    31/12/2015 / 14:04

    Snillingur!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Áramótaförðunin mín 2017
Áramótaförðunin mín þetta árið var frekar einföld þar sem ég var í svo miklum glamúrkjól að ég vildi ekki að þetta yrði allt saman "too much" e...
Bless 2017
Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Ég vona að þið hafið nú haft það sem allra best yfir áramótin og notið vel með ykkar nánustu við hlið. Ég haf...
Uppáhalds snyrtivörurnar árið 2016
Í ár langaði mig að taka saman smá annál með uppáhalds snyrtivörunum mínum árið 2016! Í leiðinni langar mig að þakka ykkur öllum kærlega fyrir le...
powered by RelatedPosts