Uppáhaldsbókin mín fyrir handótt handavinnufólk

Mig langaði að segja ykkur aðeins frá uppáhalds bókinni minni þessa stundina. Mig grunar nú samt að þetta muni vera uppáhaldsbókin mín það sem eftir er af minni ævi… fyrir utan Slaufur að sjálfsögðu :)

IMG_98641

Bókin heitir Íslensk sjónabók Ornaments and Patterns found in Iceland og ég fékk hana í gjöf frá betri helmingnum síðastliðin jól. Bókin er bæði á íslensku og ensku og er gefin út af Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Hún inniheldur mynstur frá 17 til 19 öld sem notuð voru í útsaumi, útvefnaði og til ýmissa annarra handverka. Bókin er unnin í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Hönnunar- og arkitektúradeild Listaháskóla Íslands svo þið getið verið viss um að hér er sko vandað til verka! Ég gæti auðveldlega eytt heilu kvöldstundunum í að fletta í gegnum þetta listaverk en samt alltaf fundið eitthvað nýtt í hvert einasta skipti. Blaðsíðurnar eru nefnilega það margar og mynstrin svo fjölbreytt og skrautleg að það er alltaf hægt að sjá eitthvað nýtt úr þeim.

IMG_9888

Bókin situr nú á hliðarborðinu heima hjá mér þar sem hún fær að eiga sinn stað. Hún er svo afskaplega vel hönnuð og kápan svo fallega koparlituð að hún fær að vera stofustáss frekar en að falla í hópinn í bókahillunni. Ég sé sjálfa mig alveg fyrir mér þegar ég er orðin hundgömul sitjandi í prjónastólnum mínum, leitandi að mynstrum til að setja á nýjar lopapeysur fyrir barnabörnin. Núna þarf ég bara að demba mér aftur í prjónagírinn svo ég get hannað einhverja flotta lopapeysu með gömlu íslensku mynstri.

IMG_9872

Tíminn minn undanfarið hefur allur farið í forritun fyrir nýju Belle síðuna sem styttist nú óðum í að verði opnuð. Um leið og allt er orðið klappað og klárt fyrir hana get ég leyft mér að byrja að prjóna aftur af fullum krafti svo ég geti nú haldið áfram að birta sniðuga handavinnu hérna inni. Mér finnst það alltaf svo gaman og ég vona að ykkur finnist það líka :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

2 Comments

 1. Avatar
  Inga Lára
  19/02/2016 / 16:49

  Prjónaði einu sinni peysu með mynstri úr þessari bók þegar ég var í hússtjórnunarskólanum í Reykjavík. Elskaði hana. Veistu hvar er hægt að nálgast hana eða hvar hún er seld? :)

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   19/02/2016 / 17:06

   Þú getur fengið þessa hjá Þjóðminjasafninu. Hún er víst ódýrari hjá Bókasölu stúdenta en var uppseld þar síðast þegar ég vissi. En nóg til af henni hjá Þjóðminjasafninu :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts