Þriðji í Bachelor

Ný vika nýr bachelor! Ég ætlaði nú bara að gera svona færslu annað slagið en alltaf finnst mér jafn ómögulegt að sleppa bara úr þætti svo hér erum við stödd eftir þriðja Bachelor þáttinn og þriðju færsluna!

VARÚÐ Spennuspillar VARÚÐ

Fyrsta stefnumótið, hópstefnumót eða glowstefnumót. Talandi um Glow þá er ég nýbyrjuð að horfa á þá þætti á Netflix og þeir lofa góðu! Bara búin með tvo samt :) En aftur að Bachelor! 

Er það bara ég eða er Bachelorinn sjálfur, hann Arie voðalega lítið búinn að vera í þáttunum? Mér finnst hann eiginlega aldrei vera í mynd, eiginlega aldrei segja neitt og þátturinn er eiginlega bara um stelpurnar… og þá meira en venjulega. Kannski er hann bara rólegri og ég tek minna eftir honum eða eitthvað, veit ekki.

En glímudeitið var… jaaa… ég held að Arie hafi bara hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði: Today’s going to be one of those dates that is uncomfortable for all of us. Held samt að það hafi verið sérstaklega óþægilegt fyrir Bibiana og Tia sem voru alveg ekki að fatta það að Glow-konan var í karakter…

Becca M. fékk síðan hópstefnumóts rósina og Krystal var ekki sátt. Ég er hinsvegar ekkert sátt út í Krystal þannig að þetta kemur út á sléttu… Án djóks þessi rödd sem hún gerir alltaf þegar hún er að tala við Arie fer alveg með mig. Ef ég væri hann þá væri ég bara WTF talaðu venjulega!

Svo er það þetta hér:

Er hún bara í þessu til þess að skapa nafn fyrir sjálfa sig og þess vegna er hún að haga sér svona? Það væri allavega ekki í fyrsta skipti í sögu Bachelor.

Svo var það heimsins vandræðalegasta stefnumót með Lauren S. sem endaði líka svona glimrandi vel… Fyrst mundi ég ekkert hver þetta var og svo fattaði ég að þetta var Social Media Managerinn sem nuddaði á honum tærnar í fyrsta þættinum… Var það ekki annars?

Stefnumótið var allavega klippt þannig að það var eins og Arie hafi ekki komið einu einasta orði inn í samræðurnar þeirra þar sem að Lauren blaðraði bara og blaðraði um sjálfa sig, allt og ekkert. Vinkona mín, sem er jafn mikill Bachelor nörd og ég (HÆ RAKEL!) hafði síðan orð á því við mig að Arie hafi í alvörunni borðað á stefnumótinu þeirra!!! Nei hættu nú þetta er í fyrsta skipti þar sem ég hef séð einhvern einstakling borða á stefnumóti í Bachelor áður… það gerist aldrei!!

Lauren S. var síðan send heim… skiljanlega svo sem.

Svo var það hundastefnumótið… Nei ég meina svona í alvörunni… Hundastefnumót… Really?

Þar var Annalise með aðra hræðilega lífreynslu til þess að deila með okkur. Í síðasta þætti voru það klessubílarnir, núna voru hundarnir tæklaðir. Ég var alveg spennt fyrir að sjá hvað yrði í næsta þætti eeeeeen…

Arie sendi hana heim daginn eftir þegar hún eignlega bað hann um að kyssa sig en hann vildi það ekki… grænar bólur það var svo vandræðalegt.

Það var líka næstum því jafn vandræðalegt þegar að Bibiana var búin að gera svaka setup úti til þess að fá Arie til að tala við sig en hann fór bara þangað með allar hinar stelpurnar en ekki hana. Class act… Held samt að þetta hafi verið svo mikið planað hjá framleiðendunum.

Mér er síðan farið að lítast bara ágætlega á Chelsea, hún er allavega alveg farin frá því að vera „the villain“ eins og mig var farið að gruna í síðasta þætti. Sá titill er alfarið kominn yfir á Krystal!

Fleiri voru ekki Bachelor pælingar mínar þessa vikuna. Þar til næst!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts