Omnom súkkulaðiskólinn

Færslan er ekki kostuð

img_1612

Ég kom karlinum á óvart í desember síðastliðnum og tók hann með mér í súkkulaðiskólann hjá Omnom. Þar lærðum við allt um framleiðslu súkkulaðis og fengum að smakka það frá baun til súkkulaðistykkisins sjálfs. Hún Mæja tók á móti okkur og fór í gegnum allt súkkulaðiferlið með okkur og svo fengum við að labba í gegnum verksmiðjuna. Það var reyndar laugardagur þegar við fórum svo allar vélar voru stopp en við sáum nú samt svona sirka hvað færi fram í verksmiðjunni. Ég smellti af nokkrum myndum á símann til að deila með ykkur svo ég leyfi þeim bara að tala fyrir sig nema ég hafi eitthvað annað gríðarlega merkilegt að segja um þær ;)

img_1633

Hér sjáið þið súkkulaðið frá baun til massa til plötunnar sjálfrar

img_1630

Drykkur úr kakóbaunaskelinni

img_1627

img_1626

img_1625

img_1624

img_1623

img_1622

Tilraunaeldhúsið var mjög spennandi! Mig klæjaði eiginlega í puttana að fara að gera eitthvað súkkulaði!

img_1611

img_1621

img_1617

Nýju maltkúlurnar sem eru fáránlega góðar!

img_1620

Þetta er vélin sem að gerir nýju maltkúlurnar

img_1619

img_1618

img_1615

Smá innlit í nýju verslunina

img_1616

img_1614

img_1613

Við hjónaleysin skemmtum okkur allavega konunglega vel og lærðum alveg heilmikið um súkkulaðigerð sem og um Omnom merkið. Ég lærði til dæmis að lakkríssúkkulaðið sem er mitt allra uppáhalds súkkulaði er í rauninni hvítt súkkulaði! Mér fannst það alveg rosalega merkilegt :) Ef ég ætti að gagnrýna eitthvað þá hefði ég alveg verið til í að smakka meira, það er að segja smakka allar gerðirnar af súkkulaðinu þeirra. Ég hugsa að það hafi ekki verið þegar ég fór því að matarmarkaðurinn í Hörpunni var á sama tíma og flest allt smakkið því þar. Það kostar 3000 krónur á mann að fara í skólann svo þetta er fínt stefnumót ef að pör vilja gera eitthvað nýtt saman. Mæli með!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts