Matarmarkaður Búrsins

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að kíkja á matarmarkað Búrsins en hann var einmitt haldinn seinustu helgi í Hörpu. Ég skrapp á laugardaginn ásamt Heiðrúnu og betri helmingnum mínum og smellti af nokkrum myndum frá deginum. 

Ég verð að segja að ég dáist alveg svakalega að frumleikanum hjá öllu fólkinu sem var með bás á markaðnum þessa helgi! Ég var þó alveg sérstaklega dáleidd af básnum hjá Ísleifi Heppna þar sem búinn var til ís beint fyrir framan nefið á manni með fljótandi nítrogeni! Þið sjáið einmitt mynd af því hér fyrir ofan þar sem verið er að hella nítrogeninu ofan í vélina sem hrærði ísinn.

Sandholt bakarí var síðan með nokkrar mismuandi tegundir af Éclair á boðstólnum og við keyptum eina svoleiðis með saltkarmellu bragði sem var hættulega góð! Þið getið einnig séð mynd af öllum tegundunum sem þeir buðu upp á hér fyrir ofan.

Ég fór að sjálfsögðu ekki tómhent heim enda er það eiginlega ekki hægt þegar maður er umkringdur öllum þessum dásemdar mat. Hér er mynd af góssinu mínu frá laugardeginum.

Það sem þið sjáið á myndinni er:

Turkish Pepper Popp frá  Ástrík Gourmet Poppkorn

Villiberja og Rabbabara sýróp frá Urta sem ég keypti fyrir kokteilagerð

Heitreykt Hólableikja frá Kokkhús

Grafið ærfillet frá Hundastapa

Radler léttbjór frá Steðja

Kvöldnaslið var því ekki af verri endanum þetta kvöld! Mæli innilega með því að þið kíkjið á matarmarkaðinn næst þegar hann verður haldinn, þið munuð svo sannarlega ekki sjá eftir því :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts