4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

LEMONADE

19-beyonce-lemonade-screenshot-2016-billboard-650

Tvær færslur á einum degi, það gerist nú ekki oft hjá mér! Ég var rétt í þessu að ljúka við að horfa á nýju stuttmynd Beyoncé, Lemonade sem var sýnd í gærkvöldi á HBO og get ekki annað en skrifað færslu til að hvetja ykkur að horfa á hana.

HT_beyonce_lemonade_1_jt_160424_4x3_992

Myndin er algjört meistaraverk, bæði tónlistin og uppsetningin en í henni virðist Beyoncé fjalla um sambönd eiginmans síns við aðrar konur utan hjónabandsins. Myndin er byggð upp á þeim tilfinningum sem hún fann fyrir eftir að hafa uppgötvað framhjáhaldið og lögin falla þar inn í hvern og einn tilfinningaflokk. Tónlistin í myndinni og á nýju plötunni er því gjörólík Formation laginu sem hún flutti á síðasta Super Bowl leik en lögin í myndinni hafa ákveðinn „country-R&B“ undirtón sem ég hef sjaldan heyrt áður.

Beyonce-Lemonade-1-600x338

Hér sjáið þið lagalistann í myndinni og á nýju plötunni sem kom út á Tidal samdægurs:

1. Pray You Can’t Catch Me

2. Hold Up

3. Don’t Hurt Yourself

4. Sorry

5. 6 Inch

6. Daddy Lessons

7. Love Drought

8. Sandcastles

9. Forward

10. Freedom

11. All Night

12. Formation

Ég hvet ykkur hiklaust til að horfa á myndina og hlusta á lögin!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts