Krás götumarkaður

Ég held bara að það hafi aldrei liðið svona langur tími á milli færsla hjá mér. Það er meira en vika síðan ég birti eitthvað síðast! Veðrið er bara búið að vera svo gott undanfarna daga að ég hafði eiginlega ekki samviskuna í að sitja inni við tölvuna, gott að fá pínu sumarfrí í sólinni :)

Síðasta laugardag skellti ég mér á götumarkaðinn Krás í veðurblíðunni og smellti af nokkrum myndum sem mig langaði að deila með ykkur ef þið hafð aldrei farið og viljið vita hvernig þetta lítur allt saman út.

11749799_10207291068254542_1669339459_n

Við komum á staðinn um leið og það opnaði og ég mæli algjörlega með því að mæta snemma frekar en seinna því þá er miklu minni röð og ekkert hefur klárast.

11736981_10207291067574525_1467404724_n11758869_10207291073094663_1311430270_n

kras_markadur

11737143_10207291072814656_1547798519_n

11736981_10207291060134339_1872824884_n

Ómæ! Ég fékk mér þessa dýrindis „Pulled Pork“ samloku frá Kapers Bistro. Hægeldaður svínahnakki löðrandi í BBQ sósu, heimabakað brauð, beikonkurl, salat, sultaður rauðlaukur og toppað með kaldri sósu. Segðu mér svo að þetta hljómi ekki vel! Með samlokunni var svo hindberja og rabbabara límonaði. Kostaði saman 1000 kall sem mér finnst bara mjög vel sloppið fyrir svona gúrm.

11751381_10207291072134639_1590337497_n

11748536_10207291072174640_1389211828_n

11739532_10207291073894683_30981026_n

11758954_10207291073374670_257484094_n

Næst stoppuðum við hjá Ástrík Gourmet Poppkorn básnum og ég stóðst ekki mátið og keypti mér lakkríspopp. Ég hafði smakkað það áður og ef þú ert lakkrísfíkill eins og ég þá áttu eftir að fíla þetta í tætlur. Það var allskonar popp í boði og betri helmingurinn keypti sér karmellupopp með sjávarsalti sem var líka rosalega gott… svo ég át það næstum því frá honum. Við urðum svo að svolgra þessu niður með einhverju svo við fengum okkur þennan kirsuberjadrykk með. Þetta var meira eins og kirsuberja límonaði, hrikalega frískandi og gott í sólinni.

11774641_10207291074174690_1687878012_n

Það var aðeins farið að bætast í fólkið þegar við fórum svo ég var mjög fegin að hafa mætt tímanlega og sleppt við mestu raðirnar.

11749730_10207291065374470_610790878_n

Og ein svona í lokin af fínu hvítu buxunum mínum sem héldust alveg hreinar og blettalausar eftir allt þetta kjams, eitt stórt klapp fyrir því!

Ef ykkur vantar eitthvað skemmtilegt að gera næsta laugardag þá mæli ég eindregið með því að þið kíkið á Krás götumarkaðinn, ég skemmti mér allavega virkilega vel og þetta braut aðeins upp á daginn hjá manni. Götumarkaðurinn er opinn alla laugardaga í júlí og ágúst minnir mig frá 13:00 til 18:00. Kannski ég skelli mér bara aftur næsta laugardag… það er allavega ekki versta hugmynd sem ég hef fengið!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts