Jólamarkaður

img_1331

Aðra aðventuhelgina í ár skrapp ég á jólamarkað við Elliðavatn með nokkrum vel völdum og smellti af nokkrum myndum í leiðinni. Þær hefðu nú orðið töluvert jólalegri hjá mér hefði ekki verið 10 stiga hiti úti… ekki það að ég sé að kvarta, það má koma snjór svona 22 des ;)

img_1330

img_1320

img_1329

img_1328

Það voru nokkrir básar á markaðnum þar sem verið var að selja ýmislegt handgert fyrir þá sem hafa áhuga á því.

img_1327

img_1326

Ég keypti svo þennan fína marmara kertastjaka á tombólumarkaði sem var á staðnum á 100 kall. Toppið það!

img_1324

img_1325

img_1303

Að sjálfsögðu fer maður ekki á jólamarkað án þess að fá sér heitt kakó en með kakóinu fékk ég mér mömmuköku frá Sandholt bakarí. Hún var ekki verri :) Við sátum svo og hlustuðum á kór syngja sálma á meðan við gæddum okkur á veitingunum. Þá fékk maður jólin alveg beint í æð.

img_1323

img_1322

img_1321

img_1669

Á svæðinu er líka lítill og krúttlegur jólatrésmarkaður með mjög einstökum jólatrjám.

Þessi ferð braut alveg upp á annars leiðinlegan rigningardag svo ég mæli með því að kíkja á markaðinn um næstu helgi ef ykkur langar að komast í smá meira jólaskap.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts