Já og Nei í mars 2015

Mars-20151

Halló og gleðilegan mánudag! Mig langaði að starta þessari viku með því kynna nýjan lið hér á síðunni. Frá og með núna mun ég alltaf í lok mánuðar eða í byrjun mánuðarins þar á eftir fara yfir hvaða hlut eða hluti ég var að fíla í botn í mánuðinum og hvaða hlutir voru algjörlega að missa marks hjá mér. Ég er búin að vera að seinka þessari færslu svolítið en ég er í miðjum flutningum svo það er búið að hafa pínu forgang hjá mér undanfarið. Þetta er samt allt að koma svo það fara að birtast fleiri færslur hér á næstunni! En allavega að þessum nýja lið aftur. Liðurinn kallast Já og Nei eins og þið hafið kannski tekið eftir og ég held að hann skýri sig alveg sjálfur um leið og þið lesið áfram :)

Mig langar samt sérstaklega að taka fram að við erum öll jafn misjöfn og við erum mörg þannig að eitthvað sem ég kann ekki að meta getur einhver annar elskað svo alls ekki taka öllu sem ég segi sem einhvern heilagan sannleika fyrir alla og plís ekki móðgast ef ég fíla ekki eitthvað sem þið elskið. Hafið það bakvið eyrað að eitthvað sem virkar ekki fyrir mig getur virkað alveg fullkomið fyrir einhvern annan.

Fyrst langaði mig að fara yfir þá hluti sem eru búnir að slá í gegn hjá mér í mars og voru þeir kannski ekkert svakalega margir en þó nokkrir.

lancome_visionaire1

 

Lancome Teint Visionnaire – Það fyrsta sem mig langaði að nefna er þetta meik frá Lancome (já ég segi alltaf meik en ekki farði ég er svo mikið „old school“). Meikið er svosem ágætt. Það hefur meðalþekju og endist þokkalega vel á húðinni yfir daginn en meikið er ekki það sem ég féll fyrir. Efst í lokinu er nefnilega hyljari sem er þá í sama litartón og meikið. Hyljarinn er æðislegur og virkar virklega vel sem grunnur undir fljótandi hyljara þar sem hann er rosalega stífur og þéttur. Ég set sem sagt þennan hyljara fyrst á baugun mín og svo ber ég yfir Loréal True Match hyljarann minn. Þetta kombó svínvirkar til að fela dökk baugu og endist allan daginn.

Better-Call-Saul1

Better call Saul – Hvort sem þú hefur séð Breaking Bad eða ekki þá eru þetta þættir sem þú eiginlega verður að kíkja á! Þessi karakter er náttúrulega ekkert annað en tær snilld og ég gæti auðveldlega horft á einn svona þátt á dag.

velvet-stick

The Body Shop Lip & Cheek Velvet Stick – Konukvöldskaupin mín sem ég skrifaði um. Ég er búin að nota þennan nánast á hverjum einasta degi síðan ég keypti hann og er engan veginn hætt. Mæli sterklega með þessum.

elite

Elite Models Egg Sponge – Ég er eitthvað svampaóð þessa dagana og er því algjörlega búin að leggja öllum meikburstunum mínum og nota bara svampa í staðin. Ég keypti því þennan í einhverju tax-free stundarbrjálæði í Hagkaup í lok febrúar minnir mig. Elite er þekkt merki í fyrirsætubransanum og því langaði mig að prófa hann þar sem þetta er nú einu sinni svampur. Ég bjóst ekki við miklu satt að segja en vá hvað ég varð samt fyrir miklum vonbrigðum. Svampurinn kostaði einhvern 1000 kall að mig minnir og hann er bara engan veginn þess virði. Í fyrsta lagi þá lyktar hann ekki vel. Það er einhver skrítin verksmiðju eða iðnaðarlykt af honum sem heillar mig bara ekki neitt og þetta var fyrsta vísbendingin um að þessi svampur myndi ekki gera sig fyrir mig. Ég nota svampa alltaf eftir að hafa bleytt þá því þá finnst mér áferðin bæði fallegri og svo er miklu þægilegra að bera á sig meikið eða hvað sem er með svampinum þegar hann er blautur. Þegar ég bleytti þennan svamp þá breytti það ekki neinu. Hann dregur ekki í sig neitt vatn, heldur því sömu stærð og mér finnst alveg ómögulegt að nota hann. Það er mjög ólíkt mér að kaupa eitthvað sísvona án þess að hafa lesið mig til um hlutinn áður á netinu en ég hefði betur keypt mér vínrauða kremaugnskuggan frá Bourjois sem ég var komin með í hendurnar en þetta :(

Það var nú ekki mikið meira sem sló í gegn hjá mér í mars mánuðinum eða missti svona algjörlega marks. Kannski verður fleira í apríl sem ég get nefnt, og þá vonandi í jákvæða dálkinum :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts