Helgin í hnotskurn #2

Sunnudagurinn minn þessa helgi fór mest allur í algjöra leti en laugardagurinn var aðeins viðburðaríkari svo mig langaði að deila með ykkur nokkrum Snapchat skjáskotum frá þeim degi :)

image

Daginn byrjaði ég á þessum glæsilega morgunverði! Kærastinn kom heim frá Hollandi á föstudaginn og kom mér heldur betur á óvart þegar hann mætti heim með fulla tösku af ostum! Old Amsterdam smurosturinn sem er afbrigði af einum uppáhalds ostinum mínum kom upp úr töskunni og því borðaði ég hann með bestu lyst ásamt æðislegri skinku og steinbökuðu brauði á laugardagsmorguninn. Mega gott!

image

Að sjálfsögðu fór ég og kaus minn frambjóðanda til forseta enda er kúl að kjósa og algjör skömm að nýta sér ekki kosningaréttinn jafnvel þótt maður skili auðu. Hvert atkvæði gildir :)

Eftir að hafa kosið minn frambjóðanda kom ég heim og þvoði fyrsta teppið sem ég gerði í prjónavélinni minni. Ég er svo brjálæðislega ánægð með það en ég prjónaði teppið úr Einbandi eftir örugglega 50 ára gömu mynstri úr gömlu prjónavélablaði :) Eftir það tók ég upp eitt stykki myndband fyrir næstu viku og notaði nýja skjáinn minn sem kom til landsins í síðustu viku. ÞVÍLÍKUR munur að taka upp með einum svona!

image

Seinnipartinn skrapp ég svo í smá útskriftarmat fyrir systur mína og ákvað að fara í teinóttu buxunum mínum frá Uniqlo. Þær eru örugglega með þægilegustu buxum sem ég hef átt og ég fíla mig alltaf svakalega „fancy“ þegar ég er í þeim… Þrátt fyrir að líða eins og ég sé á náttbuxum þegar kemur að þægindum :) 

Hérna sjáið þið svo eina klassíska Rannveigar-pósu… Hvað gerir maður annað en að pósa og taka dress-selfie þegar að Gullregnið í garðinum er í fullum blóma! ;) Eruð þið samt eitthvað að grínast hvað þetta er fallegt tré hjá henni móður minni! 

Síðan var étið eins og svín og drukkið eins og hestur til að fagna útskriftaráfanganum hjá henni elskulegu systur minni! Allt nákvæmlega eins og það á að vera :) Ég skrapp svo í smá vinkonuhitting áður en ég fór og horfði á kosningarnar. Æðislegur laugardagur í alla staði!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts