4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Halló heimur!

hallo_heimur

Halló heimur! Rannveig Hafsteinsdóttir heiti ég og sé um síðuna Belle.is. Eins og þið eflaust sjáið er þetta opnunarfærsla Belle.is og langaði mig að nýta hana í að kynna síðuna, mig og bjóða ykkur hjartanlega velkomin!

Belle.is er fyrst og fremst afþreyingarsíða þar sem ég (og mögulega einhverjir aðrir síðar meir) mun birta skemmtiefni, allt frá umfjöllunum og sýnikennslum til handavinnu og þess sem brennur á mér hverju sinni. Markmið mitt er að skapa skemmtilega síðu sem gaman er að skoða og felst það eiginlega í nafninu. Belle er franskt orð sem þýðir einfaldlega fallegt og það er nákvæmlega það sem ég vil sækjast eftir að gera. Skapa eitthvað fallegt. Vefsíðan mun einkennast af jákvæðni, hreinskilni og heiðarleika þar sem það eru hlutir sem ég met mikið bæði í lífi og starfi. Belle.is mun ekki vera um mig sem einstakling, langt því frá. Líf mitt er því miður ekkert meira spennandi en lífið hennar Gunnu út í bæ og ég efast um að einhverjir vilji lesa um það sem ég tek mér fyrir hendur á laugardagskvöldi án þess að það tengist síðunni beint. En ég skil vel að margir lesendur vilja þekkja og vita eitthvað um manneskjuna á bakvið pistlana og því langar mig að nýta þessa færslu til að kynna mig aðeins svo þið skiljið betur úr hverju ég er gerð.

Eins og kom fram hér fyrir ofan þá heiti ég Rannveig. Alltaf kölluð Rannveig svo í guðanna bænum ekki kalla mig Veigu ;) Ég er 22 ára gömul fædd í nóvember árið 1992 og er uppalin í Kópavogi. Ég er mjög vanaföst og ekki mikið fyrir það að breyta til svo það að setja þessa síðu á laggirnar hefur verið stórt stökk fyrir mig persónulega. Ég stunda nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands en þar er ég á gagnvirknibraut og stefni á að útskrifast núna í vor. Auk þess starfa ég með skóla sem prófari í framtíðarlausnum hjá Advania.

Ég er ástríðufullur föndrari og þegar ég segi ástríðufullur þá meina ég ÁSTRÍÐUFULLUR! Ég elska að föndra og skapa eitthvað nýtt og spennandi úr engu þannig að þið megið búast við mörgum sýnikennslum og föndurfærslum hér á þessari síðu. Vonandi hafið þið bara jafn gaman af því og ég :)

Einnig er ég snyrtivörufíkill. Elska allt sem tengist snyrtivörum og förðun því mér finnst það í rauninni vera ákveðin list út af fyrir sig. Þið megið því vel búast við einhverjum sýnikennslum tengdum því, snyrtiumfjöllunum, fréttum úr fegurðarbransanum eða öðru í þeim dúr.

Í stuttu máli sagt ætla ég bara að skrifa um það sem vekur áhuga minn og það sem ég hef virkilega gaman af að skrifa um svo þið getið alltaf verið fullviss um það að allt hér inni kemur beint frá mér.

IMG_2512-2

Í október 2014 gaf ég út mína fyrstu bók. Það var handavinnubók sem heitir Slaufur. Mögulega kannast einhver ykkar við hana en þetta er prjónabók sem inniheldur 47 uppskriftir að prjónuðum slaufum. Þetta ferli var sko mikið ævintýri fyrir mig og ég kann að meta allt sem ég hef lært af því.

Hugmyndin að Belle.is kom einmitt snemma í ágúst á síðasta ári þegar ég vissi að bókin væri að verða klár og aðeins tveir mánuðir í útgáfu. Mig (manneskja sem þolir einfaldlega ekki að sitja og gera ekki neitt) langaði að fylgja henni eftir á einhvern hátt. Þá varð Belle til. Ég hófst strax handa við að forrita síðuna og er þetta búið að vera mikið þróunarferli og nú loksins finnst mér hún vera nógu tillbúin til að ég geti deilt henni með ykkur :)

Belle inniheldur allskonar flokka eins og þið sjáið á valstikunni hér fyrir ofan. Einn flokkurinn er verslun. Hér mun ég smátt og smátt setja inn allskonar hluti sem hægt verður að versla, t.d. handavinnuuppskriftir svo eitthvað sé nefnt. Annað sem ég hef í huga og vil bæta við verslunina mun svo koma í ljós síðar.

Ég veit eiginlega ekki hvað meira ég get sagt um sjálfa mig en mig langaði að deila öðru með ykkur. Áður en ég opnaði síðuna settist ég niður og skrifaði lista. Þessi listi er einskonar markmið eða punktar sem ég ætla mér að fylgja við rekstur síðunnar og mig langaði að deila honum með ykkur. Ef ég er ekki að fylgja þessu nógu vel eftir eins og kannski gerist oft þegar fram líða stundir þá er ykkur frjálst að senda mér póst og skamma mig, alltaf gaman að fá pósta :)

Hér er listinn:

1. Belle.is mun alltaf vera staður þar sem fólk getur sloppið frá amstri dagsins og skoðað jákvæðar og fallegar færslur.

2. Belle.is er í minni umsjá og mun enginn annar fá að ráða því hvað birtist á síðunni. Ef mig langar ekki til að fjalla um einhvern hlut, eitthvað málefni eða einhverja vöru, þá mun ég ekki gera það.

3. Ég er íslensk og mér finnst íslenska of fallegt mál til að tala bara ensku. Ég mun því reyna að halda ensku slettunum í algjöru lágmarki (þó það verði erfitt því ég sletti mjööööög mikið).

4. Ég mun ekki herma eftir öðrum færslum á öðrum heimasíðum. Það er skemmtilegra að vera frumlegur og koma með mínar eigin.

5. Ég hef virkilegan áhuga á ljósmyndun og því ætla ég mér að taka allar ljósmyndir sjálf og vanda vel til verka.

5. Allri neikvæðni mun verða mætt með jákvæðni.

6. Ég mun virða skoðanir annarra.

Mér fannst sniðugt að deila þessum lista með ykkur því hann er á vissum stað á skrifborðinu mínu svo ég gleymi nú aldrei þessum gildum mínum.

Nú er ekkert annað eftir en að bjóða ykkur aftur hjartanlega velkomin, endilega flettið í gegnum síðuna og skoðið eins og þið getið. Nýjar og skemmtilegar færslur munu nú fara að birtast á næstu dögum og ég vona innilega að þið lítið við aftur :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

7 Comments

 1. Avatar
  Sigvaldi
  16/02/2015 / 14:23

  Innilega til lukku með þessa flottu síðu:)

 2. Avatar
  Rakel Björt
  16/02/2015 / 14:32

  Innilega til hamingju með þessa svaka flottu síðu!! Ert snillingur! <3

 3. Avatar
  Snæfríður
  16/02/2015 / 15:22

  Til hamingju með síðuna elsku Rannveig!! Rosa flott og ég hlakka til að sjá meira <3

 4. Avatar
  Inga Lóa Baldvinsdóttir
  16/02/2015 / 15:29

  Tek undir orðin sem hafa komið hér à undan

 5. Avatar 16/02/2015 / 18:00

  Hæ Rannveig mín,innilega til hamingju elskan,á eftir að liggja í þessari síðu,vertu viss.
  Hlakka til,aftur til hamingju.<3 <3 <3

 6. Avatar
  Kristín Hafsteinsdóttir
  17/02/2015 / 00:09

  Langaði að senda þér innilegar hamingjuóskir með síðuna þína. Gaman að sjá þig koma hugmyndum þínum í verk. Ég mun svo sannarlega fylgjast með síðunni þinni . Bjarta framtíð :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts