Gleðilega Hinsegin daga!

_MG_0108

Mig langaði bara rétt að detta hingað inn á þessum sólríka föstudegi til að segja gleðilega Hinsegin daga! Á morgun fer fram hin árlega gleðiganga en hún mun leggja af stað klukkan 14:00 frá Vatnsmýrarvegi. Þessi viðburður er eitthvað svo frábær þar sem fólk úr öllum áttum kemur saman og fagnar fjölbreytileikanum og ástinni sama í hvaða formi hún er. Ef það yljar manni ekki um hjartarætur þá veit ég ekki hvað gerir það! :)

_MG_0115

Gleðigangan er að sjálfsögðu hápunktur Hinsegin daganna og í tilefni þess ætla ég að reyna að skella í þessa Gay Pride slaufu úr bókinni minni fyrir morgundaginn. Sjáum til hvort að ég nái því ekki á svona stuttum tíma!

Við gerð bókarinnar kom ekki annað til greina en að Palli yrði andlit slaufunnar og hann fékk að sjálfsögðu að eiga þessa slaufu eftir myndatökuna svo mig vantar aðra fyrir gönguna á morgun og vonandi næ ég bara að klára hana í kvöld :D

Fögnum ástinni á morgun klukkan 14!!!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts