Fyrstu dagarnir í Köben

Hér situr ein þreytt dama segi ég og skrifa! Fyrstu dagarnir okkar í Köben hafa heldur betur EKKI verið rólegir enda ekki lítið að gera þegar maður flytur á milli landa. Ég er fyrst núna aðeins að geta andað og ég væri alveg til í að sofa bara næstu þrjá dagana í gegn! Svo hef ég eiginlega bara ekki tíma í það… en það er annað mál.

Ferðalagið til Köben gekk bara furðuvel þrátt fyrir nokkur tár á flugvellinum… ég sver það er eins og ég hafi verið að flytja hinumegin á hnöttinn svo mikið grenjaði ég. Ætli það hafi ekki bara verið því ég veit að ég mun sakna fólksins míns svo mikið en það er sem betur fer stutt að fara ef ég fæ brjálæðislega mikla heimþrá.

Minn maður tók síðan á móti mér á flugvellinum og jemundur eini hvað það var gott að sjá hann aftur. Tvær vikur líða eins og tvö ár þegar við erum ekki saman. Um leið og ég var komin upp í íbúð var farið að sofa og strax daginn eftir þurfti ég að henda mér í próflestur enda að fara í próf næsta dag og ekkert búin að geta lært vegna anna í flutningum. Ég get alveg sagt ykkur að það að vera flutt út til annars lands og þurfa að byrja dvölina á próflestri frekar en að skoða sig um í nýja landinu var EKKI gaman. Sem betur fer gekk mér helvíti vel í prófinu því annars hefði þetta örugglega ekki verið þess virði ;)

Við tóku síðan heldur margar Ikea ferðir og við erum svona rétt núna að ná að koma okkur fyrir. Ég held að það hafi allt smollið þegar við fengum rúmið okkar og gátum kastað þessum ljótu vindsængunum sem við sváfum á inn í geymslu! Það að fá góðan nætursvefn er sko ekki ofmetið skal ég segja ykkur.

Ég var búin að skoða mig um aðeins í miðborginni með góðri vinkonu og síðasta föstudag gat ég svo gert það með mínum manni og við fórum á smá búðarráp (að sjálfsögðu), röltum um Nýhöfn og enduðum á stórglæsilega streetfood markaðinum sem ég mæli klárlega með að allir kíki á þegar þeir fara til Köben. 

Núna fer vonandi að komast smá rútína á okkur þar sem ég þarf að fara að hella mér yfir lærdóminn og ná upp því sem ég hef misst úr hingað til en mig langaði bara aðeins að líta við hérna inni og deila með ykkur hvað hefur verið í gangi hjá mér síðustu daga :D

Þar til næst!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Brúðkaupsmessan í Köben
Síðustu helgi skelltu ég og betri helmingurinn minn okkur á brúðkaupsmessuna hér í Köben. Messan er haldin nokkrum sinnum á ári þar sem helst...
Brunch í Köben - Minn uppáhalds
Ég elska að prófa nýja staði sem bjóða upp á brunch í Köben! Þeir eru ótal margir svo maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt en ef maður fer tvis...
powered by RelatedPosts