Fyrsti í Bachelor

VARÚÐ – Lúða Bachelor/Bachelorette tal er framundan

Ég held ég hafi aldrei komið inn á það hérna áður en ég er forfallinn Bachelor aðdáandi! Ég hef horft á þættina frá fyrstu seríu þó ég detti stundum inn og út þegar að ákveðnar seríur vekja ekki áhuga hjá mér. Síðasta Bachelorette serían fannst mér til dæmis alveg drep svo ég datt tiltölulega snemma úr henni, en ég er alveg tilbúin í þessa nýju Bachelor seríu með honum Arie í aðalhlutverki. Mér datt í hug að koma inn á nýju seríuna hérna á blogginu annað slagið svo ef þið eruð jafn miklir Bachelor aðdáendur og ég getið þið kommentað og við getum mögulega spjallað smá, gæti verið skemmtilegt :) Ég er nefnilega ekki hluti af neinum Facebook hópum vegna hræðslu við spoilera svo ég mun alltaf setja spennuspillis viðvörun fyrir hverja færslu svo ég fari nú ekki að skemma fyrir neinum!

Ég held ég hafi bara aldrei „cringe-að“ jafn harkalega og ég gerði yfir þættinum í gær. Er það bara ég eða verða móttökunar á „keppendum“ bara hallærislegri og hallærislegri? Ég meina kommon, ein þeirra lét hann þefa af handakrikanum sínum til þess að koma með pit stop djók…. pit stop djók… þefa af handakrikanum! Ég þurfti bókstaflega að grafa andlitið í minn handakrika bara til að komast í gegnum sumar af þessum móttökum.

Annars leist mér bara ágætlega á stelpurnar og á Arie sjálfann. Ég hélt alltaf með honum þegar hann var í Bachelorette svo ég varð ágætlega spennt fyrir seríunni þegar ég sá tilkynninguna um að hann yrði piparsveinninn þetta árið. 

VIÐVÖRUN Spennuspillir VIÐVÖRUN

Mér fannst reyndar pínu augljóst að það var planað að Chelsea myndi fá fyrstu rósina, bara svona til þess að stelpurnar myndu þola hana ennþá minna. Hún var svo sem alveg á góðri leið með það sjálf svo hún þurfti í rauninni enga hjálp en mér fannst mjög augljóst að þetta var planað. Auðvitað veit maður að þetta er í rauninni allt planað – en samt! Mig langar að líða eins og þetta sé bara í alvörunni þegar ég er að horfa ;) Reyndar eftir að hafa horft á Unreal þættina mun mér líklegast aldrei aftur líða eins og þetta sé í alvörunni – HORFIÐ á þá ef þið eruð Bachelor aðdáendur og hafið ekki horft á þá nú þegar.

Annars er ég alveg viss um að Krystal kúki bara regnbogum hún var svo brjálæðislega hamingjusöm eitthvað – er ég öfundsjúk… mögulega. Og Rebekka hún er ung, en samt ekki þannig ung – er ég búin að google það… mögulega. Og gellan sem ég man ekki hvað heitir sem tók hann í fótabað og ég var því alveg viss um að væri einhver nuddari eða eitthvað en reyndist svo bara vera Social Media Manager… sem einn slíkur, tengi ég? ALLS EKKI!

Líst vel á þessa seríu! En ykkur?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts