4   41
3   56
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Eurovision mín uppáhalds lög!

maxresdefault

Nú jæja þó við komumst því miður ekki áfram á aðalkvöld Eurovision keppninnar þá getum við Euro-nördarnir samt skemmt okkur yfir atriðunum á laugardaginn! Ég er vandræðalega mikill Eurovision aðdáandi og hef verið það alveg frá blautu barnsbeini en í ár setti ég mig gjörsamlega inn í keppnina og kann nánast öll lögin sem vert er að kunna ;) Ég veit samt ekki alveg hvort ég leggi í það að spá fyrir um þrjú efstu sætin svo ég ákvað frekar að taka saman lista með mínum þremur uppáhaldslögunum þetta árið. Ég þarf hinsvegar að ákveða þrjú efstu sigurlögin fyrir Europartíið næsta laugardag en ég hef þó nokkra daga til þess!

Hér eru topp þrjú lögin mín þetta árið :)

1. Frakkland – Þetta lag er bara æðislegt í alla staði! Lagið fjallar um það að vera óhræddur við að fylgja ástríðum sínum í lífinu og gleðina sem þær geta veitt manni.

2. Svíðþjóð – Svo ótrúlega ó-Eurovisionlegt lag að ég hugsa að það geti náð langt á þeirri staðreynd einni og sér. Frans bræðir alla krúttskala þegar hann brosir í myndavélina og ég er alveg viss um að það eigi eftir að hala inn nokkrum stigum fyrir Svíþjóð þetta árið.

3. Malta – Lag sem ég myndi ekki slökkva á þegar það kæmi í útvarpinu. Þetta er kannski ekki jafn mikið Euro-popp og til dæmis Rússland er með í ár en gott popp engu að síður. Ég hef meira að segja hlustað meira á þetta en franska lagið þó ég sé örlítið hrifnari af því :) 

Ég hlakka ótrúlega mikið til laugardagsins og árlega Euro-partísins sem ég fer í og býst við svakalegum sviðsatriðum og þá er ég að tala um keppnina sjálfa en ekki partíið ;) Þetta árið verður svo í fyrsta skipti sem ég mun horfa með bæði augun opin á hlé-skemmtiatriðin sem eru sýnd eftir keppnina á RÚV. Það er nú ekki á hverjum degi sem Justin Timberlake kemur fram á Eurovision sviðinu!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts