Brunch á Mathús Garðabæjar

Færslan er ekki kostuð

Við hjónaleysing gerðum okkur glaðan dag á 17.júní og fórum í brunch á Mathúsi Garðabæjar. Ég er bara búin að heyra fólk dásama þennan stað svo ég ákvað að koma karlinum á óvart og bauð honum í brunch. Ég tók myndavélina mína með til að fanga stemninguna á staðnum og daginn okkar sem var einstaklega góður. Við fórum svo í 17.júní boð eftir brunchinn en ég get nú ekki sagt að við borðuðum mikið í því boði né það sem eftir var af deginum því við fórum eiginlega bara rúllandi út af Mathúsinu. Ég ætla að leyfa myndunum að tala mestmegnis fyrir mig nema ég hafi eitthvað brjálæðislega merkilegt að segja :)

Þetta fannst mér fáránlega gott… enda drakk ég tvo :)

Eins og þið sjáið vantaði ekki úrvalið á hlaðborðinu og því ekki að furða að við höfum farið rúllandi út um dyrnar.

Skál!

Fyrsta ferð. Heimagerða smjörið á brauðinu var alveg fáránlega gott og það var kjúklingaspjótið og Pulled Pork borgarinn líka. Ég held að mér hafi finnst jógúrtið síst en það vantaði kannski dass af hunangi í það til að fá smá sætu upp á móti jógúrtbragðinu.

Myndarlegasti maðurinn sem ég þekki og svo er hann líka svo góðhjartaður að hann gaf mér leyfi til að birta mynda af sér í færslunni þó hann hafi nú ekki tekið Þrastarlundarpósið!❤️

Ég gat nú varla borðað þetta ég var svo svakalega södd! En ég reyndi allavega og sé ekki eftir því.

Svo gekk skrúðgangan framhjá glugganum á meðan við borðuðum svo tæknilega séð tók ég þátt í skrúðgöngu á fyrsta skipti á ævinni held ég barasta, allavega sem ég man eftir! ;)

Það kostaði 3600 krónur á manninn í þennan brunch og mér finnst það bara rosaleg vel sloppið miðað við gæðinn og magnið sem maður fær. Við munum klárlega endurtaka ferð okkar aftur svo ég segi bara þar til næst Mathús Garðabæjar!

P.S. Allt um förðunina mína má finna HÉR.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Brunch í Köben - Minn uppáhalds
Ég elska að prófa nýja staði sem bjóða upp á brunch í Köben! Þeir eru ótal margir svo maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt en ef maður fer tvis...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts