Brúðkaupsmessan í Köben

Síðustu helgi skelltu ég og betri helmingurinn minn okkur á brúðkaupsmessuna hér í Köben. Messan er haldin nokkrum sinnum á ári þar sem helstu brúðarkjólaverslanir, herrafataverslanir, ljósmyndarar, bakarar, matreiðslumenn, brúðkaupssöngvarar og aðrir mæta á svæðið og kynna þjónustu sína. Við gerðum okkur því glaðan dag og kíktum á messuna til að fá smá innblástur og til að gera eitthvað öðruvísi á sunnudegi – koma okkur aðeins í brúðkaupsgírinn svona! Ég smellti af nokkrum myndum meðan við vorum þarna og ég held ég leyfi þeim bara að tala fyrir sig :)

Þessi var spenntastur fyrir kökunum… ekki myndatökum

Það var frekar heitt þennan sunnudag svo ég skottaðist á milli bása í sumarkjól og nýjum Fila skóm sem ég fékk á útsölu um daginn – ELSKA þá!

Skál fyrir brúðkaupsmessunni! Þetta var svaka fjör. Mæli með að kíkja á næstu messu ef þú ert að fara að gifta þig og svo skemmtilega vill til að þú sért í Köben.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Brúðkaupsfærslur
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að fara að gifta mig á næsta ári. Við hjónaleysin höfum verið saman í 6 ár+ og síðasta sumar skellti Magnús sér á...
Brunch í Köben - Minn uppáhalds
Ég elska að prófa nýja staði sem bjóða upp á brunch í Köben! Þeir eru ótal margir svo maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt en ef maður fer tvis...
powered by RelatedPosts