Brúðkaupsfærslur

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að fara að gifta mig á næsta ári. Við hjónaleysin höfum verið saman í 6 ár+ og síðasta sumar skellti Magnús sér á skeljarnar, bað mín og ég sagði að sjálfsögðu já!

Ég spurði á Instagram í gær hvort að það væri einhver áhugi fyrir því að ég myndi deila hér á blogginu brúðkaupsfærslum jafn óðum og ég skipulegg stóra daginn okkar og það var yfirgnæfandi meirihluti sem hafði áhuga á því. Það er greinilegt að mörgum af fylgjendum mínum finnst gaman að lesa færslur tengdar brúðkaupum! 

Trúlofunarmynd af Rannveigu og Magnúsi þar sem þau eru að kyssast og Rannveig réttir framm hringputtann

Ég er með fullan koll af brúðkaupstengdum færslum til að deila með ykkur enda svakalega mikið sem þarf að hugsa um þegar maður skipuleggur brúðkaup. Ég er líka af Wedding Planner kynslóðinni, fyrir þá sem þekkja þá bíómynd, og því fylgdi að sjálfsögðu ákveðinn draumur um að vinna við að skipuleggja brúðkaup sem ég hef aldrei almennilega vaxið upp úr held ég barasta!

Ég fæ því að lifa drauminn núna þangað til við göngum í hjónaband og ég er að njóta mín í botn. Ekki það að draumurinn endi þegar við erum búin að gifta okkur… Skipulag er eitthvað sem liggur mjög vel fyrir mér og að setja saman brúðkaup er 90% skipulag. Ég er því í essinu mínu og er nú þegar búin að ákveða dag… eða VIÐ erum nú þegar búin að ákveða dag. Ég er smá eins og Monica í Friends, tala alltaf um mig í eintölu þegar kemur að brúðkaupinu… En allavega við erum búin að ákveða dag, bóka sal svo nú er komið að því að skipuleggja alla litlu hlutina sem að sjálfsögðu safnast saman í einn gríðarstóran hlut. En ég nýt mín í botn og hlakka til að deila með þér hér á blogginu smá brúðkaupsinnblæstri og fréttum annað slagið :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Brúðkaupsmessan í Köben
Síðustu helgi skelltu ég og betri helmingurinn minn okkur á brúðkaupsmessuna hér í Köben. Messan er haldin nokkrum sinnum á ári þar sem helst...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
Auðveld brúðarförðun með Softlight frá Smashbox
Eins og ég var búin að lofa langaði mig að birta hér auðvelda brúðarförðun með Smashbox Softlight pallettunni sem ég fjallaði um í síðustu vi...
powered by RelatedPosts