Belle.is er 1.árs!!!

12662622_491361224382682_69199402052001737_n

Loksins er komið að þessu! Í dag er ár síðan að Belle.is fór í loftið og í tilefni þess gerum við enn betur og stækkum síðuna! Fastagestir upprunalegu síðunnar eru nú eflaust búnir að taka eftir þeim stóru breytingum sem hafa orðið enda lítur síðan allt öðruvísi út! Sagði ég ekki annars að hún yrði stærri og flottari ;)

Sjálf er ég ótrúlega ánægð með hvernig síðan heppnaðist enda búin að vera að drukkna í vinnu við að koma henni upp síðastliðna mánuði svo ég má eiginlega ekki vera annað en sátt!

hofundar_allir

Ásamt mér hafa nú bæst við síðuna 5 splunkunýir höfundar sem hlakka til að deila með ykkur öllu því sem þeim dettur í hug og ég get lofað ykkur því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum enda eru þær hver annarri glæsilegri :) Flettið því í gegnum síðuna kæru lesendur, kynnist aðeins hverjum höfundi og njótið!

Ég mun halda áfram minni stefnu í skrifum en mig langaði þó aðeins að kynna fyrir ykkur nokkrar nýjungar sem ég mun koma til með að nota héðan í frá.

„Miðakerfi Belle.is“ er í rauninni ekki nýjung enda búið að vera í notkun á gömlu síðunni nánast frá upphafi. Miðarnir munu birtast efst í hverri færslu hjá öllum höfundum þegar að einhver vafi leikur á því hvort um sé að ræða auglýsingu eða kostaða færslu. Miðarnir fengu pínu makeover við ársafmælið en nýju miðana getið þið séð á „Um Belle.is“ síðunni.

Neðst á síðunni getið þið nú fundið lítinn Google Translate valmöguleika. Það er því hægt að breyta greinum yfir á ykkar móðurmál en ég tek hinsvegar enga ábyrgð á hversu vel google þýðir! ;)

_MG_0017-2

Eins og þið kannski vitið fjalla ég mikið um snyrtivörur enda forfallinn snyrtivöruaðdáandi frá og með gelgjuskeiðinu! Ég veit að það getur verið ótrúlega lýjandi að lesa umfjallanir um snyrtivörur þar sem sömu lýsingarorðin eru notuð aftur og aftur og allt er svo frábært og æðislegt. Persónulega fjalla ég eiginlega bara um vörur sem mér finnst góðar því mér finnst alveg ótrúlega leiðinlegt að skrifa neikvæðar og leiðinlegar fréttir, en það er bara ég :) Ég tek þó alltaf fram ef það er eitthvað við vöru sem ég fíla ekki því annað finnst mér vera svolítið svindl. 

En þar sem ég veit að svona greinar missa oft trúverðugleika sinn ákvað ég að taka upp nýtt kerfi hér hjá mér svo að lesendur geti metið betur hvað hentar þeim og hvað ekki.

Screen Shot 2016-02-15 at 19.45.19Voilá! Frá og með deginum í dag munu snyrtivöruumfjallanir þar sem ég er að meta vöru innihalda svona úttekt neðst í lok greinar. Með því getið þið séð nákvæmlega hvaða styrkleika vara hefur og ef þið eruð að leita af einhverju einu frekar en öðru þá ætti þetta að geta hjálpað ykkur við það :) Með þessu hljóta ofnotuð orð hjá mér eins og „frábær“, „litsterkur“ og „mæli með“ nýja merkingu.

Lesendur eru alltaf í fyrsta sæti hjá mér og ég vona að þetta geri umfjallanir mínar á vörum ennþá skýrari.

Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að birta handavinnufærslur eins og áður þar sem ég get loksins hætt að forrita á kvöldin og byrjað að prjóna aftur!

Ég steig svo langt út fyrir þægindaramman í tilefni síðunnar og stofnaði Snapchat aðgang sem ykkur er frjálst að fylgja mér á. Þið getið bætt mér við með því að smella á Snapchat-iconið hér til hliðar og skanna mig inn. Nafnið mitt er @rannveigbelle. Verið samt þolinmóð með mér því ég verð örugglega smá stund að venja mig á það að vera með svona aðgang en ekki bara persónulegan :)

Jæja þetta er allt og sumt sem mig langaði að koma frá mér þennan fyrsta dag nýju síðunnar. Vonandi líst ykkur jafn vel á þetta allt saman og mér og takk fyrir að líta við! Við sjáumst svo á morgun!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts