Belle.is á samfélagsmiðlum

Hæ hó! Þetta verður stutt færsla hjá mér í dag því mig langaði bara að segja ykkur frá hvar þið getið fundið belle.is á hinum ýmsu samfélagsmiðlum.

facebook_belle

Að sjálfsögðu er Belle á Facebook… en ekki hvað? Inni á facebook síðunni set ég alltaf inn tilkynningar um nýjar færslur um leið og þær birtast svo ef einhver vill ekki missa af neinu þá er um að gera að henda einu like-i á hana. Ég er líka að reyna að vera duglegri að setja inn allskonar efni á hana sem kemur ekki endilega í færslur á heimasíðunni svo þetta er svona belle.is plús djúsí stuff. Ég verð örugglega ennþá duglegri við það núna fyrst það er allt að komast í rútínu hjá mér eftir skólatörnina. Hér finnið þið Belle á facebook.

bloglovin_belle

 

Ég er ekki viss um að allir kannist við heimasíðuna/appið Bloglovin’. Það er algjör snilld fyrir þá sem fylgjast með mörgum bloggum eða fleiru í þeim dúr. Þar getur maður stofnað aðgang og fylgt þeim bloggum sem þú vilt fylgjast með. Þá þarftu ekki að vera að rúnta um internetið á billjón slóðum til að skoða öll bloggin heldur ferð bara inn á bloglovin’ síðuna þína. Þar er allt á einum stað og nýjustu færslurnar birtast þar inn á hverjum degi. Mér finnst þetta allavega algjör snilld og sparar heilmikinn tíma fyrir mig. Samt eiginlega ekki þegar ég hugsa út í það því ég fylgist með svo miklu fleiri bloggum eftir að ég hlóð appinu niður í símann minn… ó well. Hér finnið þið Belle á Bloglovin’.

pintrest_belle

 

Pintrest er ein skemmtilegasta tímaeyðsla sem hægt er að finna held ég. Ég hef verið dugleg að pinna flest allt efnið sem hefur birst á síðunni svo þið getið flett í gegnum það á auðveldan hátt þar og pinnað það sem ykkur líkar. Það er líka hægt að pinna myndir beint af belle.is með því að smella á pintrest merkið sem birtist efst í vinstra horninu þegar músarbendillinn fer yfir myndina. Hér finnið þið Belle á Pintrest.

belle_instagram

 

Síðast en alls ekki síðst er Belle með Instagram! Ég bjó það reyndar bara til í gær svo það er splunkunýtt. Ég er samt búin að vera duglega að setja tilkynningar og skemmtilega hluti þar inn síðustu tvo daga og ætla ég mér að halda því áfram :) Áður en ég bjó til Instagramið fyrir Belle þá var ég með mitt persónulega Instagram tengt við síðuna. Mér fannst það frekar glatað svo núna er öllum frjálst að fylgja belle.is á Instagram. Þar verður nóg af fjöri og fjölbreytileika! Hér finnið þið Belle á Instagram.

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts