Að koma sér aftur í gírinn

12092604_10207871098114926_1335272903_n

Ég er vægast sagt búin að vera léleg að prjóna upp á síðkastið, eiginlega alltof léleg og ég er hálfpartin farin að sakna þess. Ég er þó að reyna að koma mér aftur í gírinn og byrjaði um daginn á peysu á sjálfa mig aldrei þessu vant. Þið sem fylgist með síðunni og þá sérstaklega handavinnufærslunum sem ég birti vitið eflaust að ég er ekki mikið í því að prjóna eitthvað á sjálfa mig. Ég er duglegust að prjóna barnaflíkur eða barnadót sem ég gef frá mér og ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að ég hef ekki þolinmæðina til að prjóna stærri stykki. Oftar en ekki fæ ég leið á hlutunum um leið og ég byrja á þeim vegna þess að ég sé eitthvað annað meira spennandi sem mig langar að prjóna frekar (sem gerðist reyndar um leið og ég byrjaði á þessari peysu sem þið sjáið á myndinni). Það er því alltaf hentugt að prjóna lítil barnaföt því ég get verið búin með þau innan þægilegs tímaramma sem þýðir að ég hef þá einhvern séns til að klára stykkið en ekki skilja eftir við það hálfklárað ofan í skúffu. Ég er samt ótrúlega spennt fyrir þessari peysu sem ég er að gera núna en mig langar eiginlega bara að hún sé tilbúin og ég geti byrjað að nota hana. Ég er núna að reyna að troða prjónaskap inn í dagskrána mína á kvöldin en undanfarna mánuði er ég búin að vera í gífurlega mikilli forritunarvinnu tengdri síðunni sem þið fáið þó ekki að sjá alveg strax. En hún er alveg að verða búin og þá get ég dempt mér að alvöru í prjónaskapinn og klárað þessa stóru grófu peysu fyrir New York ferð mína í desember. Draumurinn núna er að arka um stéttir borgarinnar í vetrarkuldanum vel pökkuð inn í handprjónuðu rúllukragapeysuna mína. Sjáum til hvernig það mun takast :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

2 Comments

  1. Avatar
    Heiðrún
    20/10/2015 / 19:27

    Þú skellir í eina svona fyrir mig líka áður en við förum til NYC er það ekki? ;)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts