251.000 krónur til Bleiku slaufunnar!

Í dag labbaði ég stolt inn um dyrnar hjá Krabbeinsfélaginu og afhenti þeim 251.000 krónur sem söfnuðust við sölu á prjónuðu slaufunum mínum! Ég er eiginlega orðlaus yfir viðbrögðunum sem ég fékk frá ykkur kæra fólk en mig hefði aldrei grunað að það yrði tekið svona vel í þetta hjá mér. Í byrjun setti ég mér hátt markmið um að safna 200.000 krónum en fór svona líka langt yfir það þökk sé ykkur. Mér fannst ómetanlegt að fá frá ykkur í pósti falleg orð og að heyra sögurnar sem margar ykkar sendu mér um ykkar baráttu við krabbamein. Það er svo sannarlega mikilvægt að taka höndum saman til að safna fyrir svona málefni og ég er ótrúlega stolt af mínu og ykkar framlagi. Frá mínum innstu hjartarótum segi ég takk fyrir stuðninginn þetta er búið að vera alveg æðislegt ferli?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

2 Comments

 1. Avatar
  Halla
  31/10/2016 / 19:41

  Glæsilegt hjá þér !

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   04/11/2016 / 14:43

   ❤️

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts