24!

img_0698

Síðastliðinn laugardag rann tuttugasta og fimmta aldursárið mitt í garð og því var sko fagnað í góðra vina hópi! Ég átti alveg hreint æðislegan afmælisdag sem var fullur af kökum og knúsum frá fólkinu mínu en hann fór líka í mikið jólastúss þar sem mér er núna leyfilegt að byrja að hlakka til jólana fyrst ég er búin að eiga afmæli ;)

img_0848

img_0847

img_0836

img_0835

img_0833

img_0838

img_0837

img_0874

Dagurinn samanstóð af morgunverði í rúmið, heimsókn í Álafoss þar sem ég keypti smá garn, jólastúss í Ilvu og Rúmfatalagernum, köku og knús hjá góðri vinkonu og síðast en ekki síst dýrindis kvöldverð sem elsku mamma útbjó fyrir mig. Heimabakað brauð og humarsúpa það gerist ekki betra! Ég kom síðan með Tiramisu-ið mitt í eftirrétt sem að sjálfsögðu misheppnaðist smá hjá mér svona fyrst ég var að gera það fyrir matarboð – er það ekki alltaf svoleiðis!? Eina óskin mín fyrir afmælisdaginn var sú að ég myndi halda mig frá tölvunni og ekki vera að vinna! Það gekk líka svona rosaleg vel upp og þetta var æðislegur hvíldardagur þótt ég hafi verið á miklu stússi. Takk allir sem gerðu daginn minn yndislegan, ég get ekki beðið eftir að verða 25! :D

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts