10 random staðreyndir um mig

Þið sem hafið lesið bloggið mitt frá því ég byrjaði hafið eflaust tekið eftir að ég er ekkert sérstaklega mikið í því að birta persónulegar færslur. Það er meðvituð ákvörðun hjá mér þar sem ég hef kosið að gefa ekki of mikið færi á mér í gegnum færslurnar. Fólk er svo fljótt að dæma í dag án þessa að vita eitt né neitt um manneskjuna svo ég kýs frekar að fjalla um það sem ég hef áhuga á heldur en sjálfa mig. Kannski breytist það einhverntíman þegar ég sé ástæðu til en þar til það gerist langaði mig að segja ykkur 10 mjög svo handahófskenndar staðreyndir um sjálfa mig svo þið fáið örlítið betri mynd af því hver ég er án þess að ég skrifi einhverja mega persónulega og upplýsandi færslu :)

1. Ég sletti alveg fáránlega mikið!

Þið sem þekkið mig vel vitið nú örugglega að þegar ég segi að ég sletti fáránlega mikið þá er nú ekki djúpt í árina tekið! Nánast annað hvert orð sem ég tala er sletta úr ensku og sama hvað ég reyni að venja mig af þessu þá gengur það eiginlega ekki neitt. Ég reyni eftir bestu getu að sletta sem minnst inni á blogginu mínu og vanda mig þegar kemur að íslenskunni en þar sem þetta er nú einu sinni færsla sem á að leyfa ykkur að kynnast mér betur þá leyfði ég mér að sletta smá í heiti hennar ;)

10690313_10204912940282829_2111201648698910389_n

2. Ég gaf út prjónabók árið 2014

 Þegar ég var 21. árs gaf ég út mína fyrstu bók og það var prjónabók sem heitir Slaufur. Þið hafið eflaust tekið eftir því að ég er mikil prjónakona og það hafði alltaf verið langþráður draumur hjá mér að gefa út bók. Ég ákvað því að slá áhugamálinu og draumnum saman og skrifaði bókina Slaufur. Það er engin smá mikil vinna sem fer í það að skrifa bók og þá sérstaklega handavinnubók þar sem hanna þarf allar uppskriftir, purfuprjóna þær og taka svo myndir af öllum stykkjum. Ég tók allar myndirnar í bókinni sjálf, sem og skrifaði alla texta. Ég er ekki alveg viss um hvort að upplagið af bókinni sé uppselt en ef þið finnið einhver eintök einhverstaðar þá hvet ég ykkur að sjálfsögðu að kíkja á hana! ;)

image1 (16)

3. Ég er Kvennskælingur í húð og hár

Ég útskrifaðist frá Kvennó vorið 2012 og get ekki annað en mælt með skólanum fyrir þá sem eru að fara í menntaskóla. Ég eignaðist svo mikið af góðum vinum í skólanum sem ég mun vera ævinlega þakklát fyrir og svo er ekki verra að maður fái að komast í smá göngutúr á milli tíma! :)

image1 (14)

4. Ég elska allt sem tengist zombies

Ef það var eitthvað sem ég var hrædd við þegar ég var aðeins yngri þá voru það zombies! Ég gat horft á draugamyndir og allt það og litið bara til hliðar þegar eitthvað ógeðslegt birtist á skjánum en ég kom ekki nálægt neinu sem tengdist zombies. Það var svo ekki fyrr en Skjár Einn fór að hefja sýningu á The Walking Dead að ég tók mig á! Þetta var bara þáttur sem ég myndi ekki vilja missa af vegna hræðslu. Ég komst vægast sagt yfir óttann minn og núna horfi ég á allt ef það tengist zombies. Ef þið vitið um einhverjar góðar zombie-myndir sem ég hef misst af á fyrri árum þá megið þið endilega láta mig vita!

10313992_10153162015122670_5302529160199164428_n

5. Ég og Heiðrún erum systur

Það þarf kannski engan snilling til að finna það út en ég og Heiðrún sem bloggar líka hér á síðunni erum systur, enda báðar Hafsteinsdætur :) Við erum eins ólíkar og systur gerast bæði þegar kemur að fasi og útliti (okkur finnst það allavega) sem er bara jákvætt því þá fengu mamma og pabbi sitthvora gerðina af persónuleika fyrst þau eiga nú engan strák.

image3 (2)

 6. Ég er mesta yngsta barn sem þið finnið…

Og ég fæ oft að heyra það! Ég er algjör dekurrófa og mömmustelpa og skammast mín ekkert fyrir það! Ég er líka mjög þakklát foreldrum mínum fyrir að gera mig ekki að miðjubarni ;)

11201907_10207076885940118_4863890132236548827_n

6. Ég vinn sem tölvunarfræðingur hjá Advania

Ég er útskrifaður tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og starfa sem slíkur hjá Advania. Ég vinn aðallega í framenda sem þýðir að ég er að vinna í því sem sem þið sjáið þegar þið farið inn á vefsíðu. Bakendinn er svo það sem lætur framendann gera eitthvað af viti. 

image2 (6) 

7. Ég verð alltaf að hafa eitthvað að gera

Ef það er eitthvað sem ég get ekki gert þá er það að sitja auðum höndum. Ég verð alltaf að hafa eitthvað verkefni á döfinni, eitthvað til að stefna að og eitthvað sem ég er að vinna að á hverjum einasta degi. Það að sitja bara fyrir framan sjónvarpið án þess að gera eitthvað er það allra leiðinlegasta sem ég geri. Ég slaka á með því að vera upptekin :)

12642489_10153609047712670_2909971158921020357_n

8. Ég er búsett í Kópavogi ásamt kærastanum

Ég hef búið í Kópavogi frá því það voru enn þá rollukofar á staðnum! Eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan var vogurinn fallegi ekki mikið byggður þegar ég flutti svo ég hef fylgst með honum vaxa og dafna í öll þessi ár. Það er best að búa í Kópavogi og ég vil hvergi annars staðar vera!

image1 (15) 

 9. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af Star Wars myndunum

Nú er ég komin út í einhverjar játningar þar sem það er algjör dauðasynd á mínu heimili að finnast Star Wars myndirnar leiðinlegar! Kærastinn er vægast sagt forfallin aðdáandi myndanna en ég er hinsvegar ekki alveg að fatta þetta allt saman. Ég er þó mjög jákvæð og skilningsrík út í allt Star Wars dótið sem safnast smátt og smátt inni á heimilið… allavega svo lengi sem þetta fer ekki út í öfgar! ;) 

11121629_10206519690130571_2146714947_n

 10. Ég er vandræðalega skipulögð

Þar sem ég hef alltaf nóg gera þýðir ekki annað en að vera skipulögð! Ég myndi segja að það væri stór kostur að geta komið skipulagi á jafnvel mestu óreiðu svo þetta er hlutur í mínu fari sem ég er mjög þakklát fyrir.

Jæja ég hef þetta þá ekki lengra í dag en vonandi eruð þið búin að kynnast mér aðeins betur :) Eigið góða helgi!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts