0   38
3   47
4   65
1   50
0   43
0   46
3   49
2   58
1   50
3   70

Rækju taco

Afsakið hvað það er búið að líða langt á milli færslna hjá mér! Það er búið að vera svo ferlega mikið að gera síðustu vikur og ég hef haft mjög takmarkaðan tíma til að dúlla mér í eldhúsinu. En sem betur fer styttist í að það fari aðeins að róast hjá mér og þá kem ég aftur af fullum krafi, ég lofa fullt af girnilegum uppskriftum í sumar :)

Á föstudaginn eldaði ég einn besta rétt sem ég hef smakkað lengi, rækju tacos. Ég er búin að ætla að elda þennan rétt mjög lengi en var eiginlega búin að ákveða að það væri of mikið vesen. Á föstudaginn var svo gott veður að ég ákvað að það væri tilvalið að elda sumarlegan kvöldmat og varð þá rækju tacos fyrir valinu. Ég get alveg lofað ykkur því að það var ótrúlega lítið mál að elda þennan rétt, ekki næstum því jafn mikið vesen og ég hélt, tók eiginlega bara enga stund! En vá hvað maturinn bragðaðist vel! Get ekki mælt nógu mikið með þessari uppskrift, hún er eiginlega fullkomin og ég get ekki beðið eftir að elda þennan rétt aftur og aftur í sumar!

Uppskriftin hér að neðan er fyrir 2-3. Ég keypti einn frosinn pakka af tígrisrækjum (ca 350-400 gr) en ef þið ætlið að elda fyrir fleiri en 2-3 þá mæli ég með því að kaupa annan pakka af rækjum og þá þarf auðvitað líka að skera niður meira grænmeti og gera stærri uppskrift af marineringu. 

Bollakökur með hindberjakremi
Print
Bollakökur
 1. 1 og 2/3 bolli hveiti
 2. 1 ½ bolli sykur
 3. 1 tsk matarsódi
 4. 1 tsk salt
 5. ½ bolli kakó
 6. 1 bolli mjólk
 7. 125 gr smjörlíki - lint
 8. 1 tsk vanilludropar
 9. 3 egg
Hindberjakrem
 1. 150 gr smjör við stofuhita
 2. 100 gr smjörlíki við stofuhita
 3. 1 egg
 4. 500 gr flórsykur (1 pakki)
 5. 150 gr hvítt súkkulaði
 6. 200 gr frosin hindber
Bollakökur
 1. Hrærið saman sykri, smjörlíki, vanilludropum og eggjum.
 2. Sigtið hveiti, matarsóda, salt og kakó saman og blandið við.
 3. Hellið mjólkinni út í og hrærið allt saman.
 4. Kökurnar eru bakaðar við 180 gráður í 20-25 mín.
Hindberjakrem
 1. Hrærið saman smjöri, smjörlíki, eggi og flórsykri í um það bil 7-10 mínútur. Því lengur sem blandan er hrærð, því léttari og betri verður hún.
 2. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við kremið með sleif. Súkkulaðið þarf að vera orðið kalt.
 3. Setjið frosin hindber í pott og hitið. Á meðan berin eru að hitna skaltu mauka þau eins og þú getur með skeið. Að því loknu skaltu sigta hindberjasafann frá berjamaukinu og leyfa því að kólna.
 4. Blandið hindberjasafanum við kremið með sleif. Passið ykkur þó að setja ekki allan safann í kremið á sama tíma heldur setja 1-2 matskeiðar í einu og hræra og smakka ykkur til. Það verður að passa að kremið verði ekki of þunnt en ef það gerist er hægt að skella því í ískápinn í klukkustund.
Notes
 1. Uppskriftin nægir í 15-20 bollakökur, fer eftir stærð forma.
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún

Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Sriracha Pulled kjúklingasamlokur
Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fy...
Royal Copenhagen Outlet
Nú grunar mig að margir Royal Copenhagen aðdáendur hoppi hæð sína þegar þeir lesa titilinn á þessari grein. Einn kostur við að búa í Kaupmannahöf...
Velkomin á RNR!
Halló, góðan daginn og vertu innilega velkomin/n á nýju síðuna mína! Ég heiti Rannveig, kannski er ég algjörlega ókunnug þér en kannski hefur þú ...
powered by RelatedPosts