0   38
3   47
4   65
1   50
0   43
0   46
3   49
2   58
1   50
3   70

Beikon-guacamole

Þessa dagana er ég sjúk í guacamole! Ég gæti borðað það alla daga! Um daginn átti ég nokkrar beikonsneiðar í frystinum hjá mér og ákvað að prófa að bæta því við guacamole-ið mitt. Vá hvað það var gott, ég held ég hafi aldrei klárað guacamole svona hratt! Mæli svo sannarlega með þessari snilld ;)

img_5035img_5036

Sumarlegur rækjuforréttur
Print
Ingredients
 1. 60-80 gr af beikoni (það eru um það bil 5-7 sneiðar)
 2. 1 pakki af risarækjum (um það bil 250-350 gr)
 3. 2 matskeiðar ólífuolía
 4. 3 matskeiðar sítrónusafi úr sítrónu
 5. 2 matskeiðar hvítvín (má sleppa en setjið þá bara sítrónusafa í staðinn)
 6. 30 gr smjör
 7. Steinselja til skrauts (má sleppa)
Instructions
 1. Byrjið á því að skera beikonið í litla bita og steikja það á pönnu. Mæli með því að steikja það vel þannig það verði stökkt.
 2. Beikonið er sett á disk og til hliðar.
 3. Rækjurnar eru kryddaðar með pipar og smá salti. Þær eru steiktar á sömu pönnu í 1 til 1 og 1/2 mín á hvorri hlið. Passið að rækjurnar séu ekki of blautar áður en þær eru steiktar.
 4. Rækjurnar eru settar til hliðar.
 5. Setjið olíuna á pönnuna en passið að hitinn sé ekki of hár, annars fer olían út um allt (ég lenti í því og það var ekkert sérstaklega skemmtilegt að þrífa eftir það ;)
 6. Leyfið olíunni að hitna og bætið þá sítrónusafanum og hvítvíninu saman við. Hitið vel og hrærið í á meðan.
 7. Takið pönnuna af hitanum og bætið þá smjörinu strax við og leyfið því að bráðna. Hrærið vel.
 8. Setjið beikonið og rækjurnar í sósuna og stráið saxaðri steinselju yfir áður en borið er fram.
Notes
 1. Sem forréttur dugar uppskriftin fyrir 3-4
RAGS 'N' ROSES https://www.ragsnroses.com/

-Heiðrún

Fylgja:
Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Sriracha Pulled kjúklingasamlokur
Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fy...
Royal Copenhagen Outlet
Nú grunar mig að margir Royal Copenhagen aðdáendur hoppi hæð sína þegar þeir lesa titilinn á þessari grein. Einn kostur við að búa í Kaupmannahöf...
Velkomin á RNR!
Halló, góðan daginn og vertu innilega velkomin/n á nýju síðuna mína! Ég heiti Rannveig, kannski er ég algjörlega ókunnug þér en kannski hefur þú ...
powered by RelatedPosts