PRENTAGRAM pakki fyrir þig?!

Leikurinn er unninn í samstarfi við Prentagram

_mg_4329
Nýr dagur, nýr gjafaleikur! Ef það er eitthvað sem mér finnst gaman að gera þá er það að deila gleðinni með lesendum mínum og lesendum Belle.is en ég vona innilega að þið hafið jafn gaman af því og ég :) Pakkinn í þetta sinn verður sko heldur betur veglegur en enginn annar en Prentagram sér um að skaffa vinningana! Ef svo ólíklega vill til að þið hafið ekki heyrt um Prentagram áður þá er það í stuttu máli sagt fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að prenta Instagram- eða ljósmyndirnar þínar á ýmsan skemmtilegan máta en í þessari færslu langar mig að sýna ykkur betur tvo hluti sem þeir gerðu fyrir mig og okkur langar að gefa ykkur.

_mg_4339

_mg_4375-2

Sá fyrsti er þessi flotta innrammaða mynd. Ég valdi fjórar myndir af Instagram-inu mínu (sem ég mætti nú vera aðeins virkari á) til þess að setja í rammann. Fyrir valinu voru tvær myndir frá seinni Parísarferð okkar hjónaleysingja, ein mynd frá Times Square og ein mynd af mér og æðislegu litlu frænku minni þegar verið var að taka höfundarmyndina af mér hér fyrir síðuna. Sú stutta vildi sko fá að vera með á myndinni!

_mg_4413

Seinni hluturinn frá þeim eru svo þessir myndaseglar! Ég fékk þá hugmynd að láta setja nokkur vel valin skjáskot af Snapchat á seglana og ég er ekki frá því að ísskápurinn minn sé bara miklu skemmtilegri eftir að ég fékk seglana í hendurnar… Og svona ef þið voruð að pæla í því þá… já… ég elska Tulipop þó ég sé að verða 24 ára gömul og eigi engin börn! ;)

_mg_4384

Okkur Prentagram langar svo í sameiningu að gefa tveimur heppnum lesendum síðunnar sitthvoran myndaramman og seglapakka með sínum eigin myndum (að sjálfsögðu) en eins og ég var búin að nefna hér fyrir ofan þá er þessi vinningur svo sannarlega ekki af verri endanum!

Ég ákvað að gefa báða pakkana hér á síðunni svo ég hvet ykkur að sjálfsögðu til að taka þátt svo þið eigið möguleika á því að eignast þennan flotta pakka! Til að taka þátt þarf einungis að fylla út formið hér fyrir neðan og takið eftir bónusstigunum… þau telja með ;)

Ég hlakka allavega rosalega til að draga út tvo heppna vinningshafa eftir viku sem hljóta þennan frábæra vinning: Ég held mér þér! :D

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Leikurinn er unninn í samstarfi við Prentagram

1 Comment

  1. Avatar
    Ástríður Ema Hjörleifsdóttir
    11/10/2016 / 21:37

    Já takk, væri geggjað að fá þennan pakka ;)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts