Það sem ég var lukkuleg með mig í gær! Haldiði að ég hafi ekki bara rekist á Vintage Avena vasa frá Iittala þegar ég skrapp í „Góða hirðinn“ hér í Herlev í gær! Mig grunar að þær sem eru að sjá um verslunina hafi ekki vitaða að þetta var Iittala vasi þar sem hann var ekki læstur inni í glerskáp með öllum hinu „merkjavörnum“ en Iittala augað mitt var ekki í nokkrum vandamálum með að greina það. Ég veit ekki hvort að það er jákvætt eða bara sorglegt…🤔
Avena vasinn er hannaður árið 1968 af Tapio Wirkkala sem er sá sami og hannaði Ultima Thule línuna frá Iittala en vasinn er hættur í sölu og fæst því ekki lengur. Ég er því fáránlega glöð að ég hafi komið auga á hann á miðju borðinu með glermunum og hann kostaði mig ekki nema 80kr danskar sem er sirka 1400 kall íslenskar! Núna þarf ég bara að finna einhvern fallegan stað fyrir hann :)