Allt er vænt sem vel er grænt

1-3

Ég fór í Ikea/nýja heimilið mitt í gær því mig vantaði að kaupa hitt og þetta fyrir íbúðina sem ég var að flytja í. Það vantaði nauðsynlega eitthvað grænt inn í hana til að koma með smá líf í ýmis horn og því ákvað ég að kíkja á plönturnar sem voru í boði. Ég kíkti á þær um daginn og þá var voðalega lítið úrval en mér til mikillar gleði var greinilega komin ný sending svo úr nógu var að velja! Ég keypti mér tvennar plöntur og svo skemmtilega vill til að þær voru báðar á 50% afslætti takk fyrir pent. Stykkið kostaði bara 550 kall :)

1-4-1024x682

Ég keypti mér plöntuna sem þið sjáið hér fyrir ofan því að blöðin hennar heilluðu mig alveg upp úr skónum. Ég þurfti því ekkert að velja hvort ég vildi plöntu með dökkum eða ljósum laufum því þessi var svona tveir fyrir einn. Plantan mun verða mikið hærri þegar hún vex en ég er eiginlega að vona að þar sem ég setti hana í svo lítinn pott að hún stækki ekki mikið og haldi áfram að vera svona lítil og krúttleg.

212

Þetta er hin plantan sem ég keypti. Það leyndust reyndar tveir laumufarþegar í moldinni hennar svo ég skolaði moldina alla af og er að halda plöntunni í einangrun frá hinni þar til ég sé hvort einhverjir fleiri birtast.

1-5

Laufin á þessari heilluðu mig líka því þau eru svo allt allt öðruvísi en á hinni plöntunni hér fyrir ofan. Þessi mun líka hækka og hún má það alveg mín vegna. Það var hægt að kaupa stærri útgáfur áf báðum plöntum en þær voru þá dýrari og ekki á afslætti (að mig minnir). Ég gat því séð hvernig stærri útgáfan af þessari plöntu leit út og hún var virkilega falleg svo þessi fær leyfi til að stækka hjá mér :)

Ég hef ekki hugmynd um af hvaða tegund plönturnar eru því það stendur ekkert á pottunum á plöntunum í Ikea. Mér finnst að þeir megi klárlega laga það en ef einhver lesanda minn veit hvað þessir „græðlingar“ heita þá megið þið endilega láta mig vita :)

117

Vonandi munuð þið eiga góðan sunnudag elsku fólk og náið að slaka vel á . Ég mun eyða deginum í lærdóm við þessar fallegu rósir. Það gæti svo sem verið verra :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts