Zuhair Murad Vor 2016

Síðasta haust sýndi ég ykkur haustlínuna frá uppáhaldshönnuðinum mínum Zuhair Murad hér á síðunni og langaði því að gera eins með vorlínuna hans.

Vorlínan var sýnd í lok janúar og olli mér ekki vonbrigðum! Ég sver þessi hönnuður getur bara ekki klikkað. Hver einasti kjóll í línunni var gullfallegur og smáatriðin voru æðisleg! Amour En Cage var þema sýningunnar sem einkenndist af skreyttum korselettum, blómum og blúndum.

Eins og alltaf endaði hönnurinn sýninguna á gullfallegum brúðarkjól! Pilsið minnti mig reyndar pínu á My Big Fat Gypsy Wedding þættina þar sem það er svo stórt en það er aukaatriði ;)

Endilega flettið í gegnum myndirnar og virðið fyrir ykkur handverkið, þið verðið sko ekki fyrir vonbrigðum.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts