Zuhair Murad Fall 2015 Haute Couture

Í gær fór fram tískusýning í París hjá uppáhalds hönnuðinum mínum í öllum alheiminum honum Zuhair Murad. Það er sko alls engin tilviljun að þessi maður sé í uppáhaldi hjá mér enda eru flíkurnar frá honum algjört listaverk! Hann olli svo sannarlega engum vonbrigðum í gær með tilkomu nýju línunnar sem þið getið séð í heild sinni hér fyrir neðan. Það er ekki ein einasta flík sem mér finnst ekki falleg, allt alveg fullkomið. Ég hvet ykkur til að skoða þessa kjóla og hversu dásamlega fallegt handverk þeir eru (og pælið í hverri einustu perlu eða stein sem þurfti að handsauma á).

P.S. Og ef þetta er ekki fallegasti brúðarkjóll sem ég hef séð þá veit ég ekki hvað! Algjör prinsessukjóll :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts