Tilbúin í vorið!

Færslan er ekki kostuð

Ég er sko heldur betur tilbúin fyrir vorið! Þó það sé ekki búið að snjóa mikið í vetur þá er ég orðin svo fáránlega leið á þessum kulda að það er ekki fyndið! Ég sá rétt í þessu að það var að koma ný sending í Vero Moda (en ekki hvað) og það er svo mikið af fallegum vorfatnaði í henni að ég freistaðist til að henda í eina færslu með litlum óskalista. 

17458037_10155102680942438_8891694189971013583_n

6.490 kr.

Hættu nú alveg hvað mér finnst þessi vera fallegur! Það er ekkert sem að kallar jafn mikið til mín á vorin og fallegur Kimono. Ég sé mig alveg fyrir mér í þessum og fallegum svörtum blúndukjól í hinum árlega páskadinner og ég held barasta að ég verði að láta þá sýn mína rætast.

17424802_10155102678812438_2743467143423619126_n

9.790 kr.

Er það bara ég eða eru pollajakkar búnir að vera að koma svakalega sterkir inn þennan veturinn? Þessi er í flottum khaki lit með hettu og er eflaust klikkaður sem léttur vorjakki.

17426302_10155102682662438_4513453260441730868_n

4.290 kr.

Er nokkuð annað hægt en að fá alvöru Noru SKAM vibes frá þessari skyrtu? Þessi er fullkomin í vinnuna í vor/sumar eða þá bara fyrir SKAM hátíðina sem að er að fara af stað í Norræna húsinu ;)

17021445_10155102681112438_1751721238363358195_n

5.490 kr.

Þessi finnst mér alveg æðislegur! Toppurinn getur bæði virkað sem sparitoppur og líka bara sem hversdagstoppur í vinnuna. Ég sé ekki hvernig efni er í honum en ef það er eins efni í honum og mér sýnist vera þá er þessi klikkaður fyrir sumarið!

3.290 + 2.790 kr.

Ég veit ekki hversu langt það er síðan ég keypti mér ný sundföt! Ég hugsa að það sé núna farið að nálgast svona fjögur ár… enda fer ég voða sjaldan í sund. Ef gömlu sundfötin eru orðin ónýt þegar ég kemst heim að skoða þau þá veit ég allavega hvaða nýju sundföt verða fyrir valinu! Þetta bikinisett finnst mér alveg æðislega fallegt.

Ég er svo vön að taka nokkrar vor-/sumarflíkur úr fataskápnum mínum fyrir veturinn og setja þær í geymslu en ætli það sé ekki bara kominn tími til að ég fari að sækja þau og koma þeim aftur fyrir inn í skáp? Það er nú aðeins farið að vora svo það má :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
New In: Leopard Skirt
Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig þá heiti ég Rannveig og er forfallinn hlébarðamynstursaðdáandi. Það er ekki af ástæðulausu að hlébarðaslaufa pr...
powered by RelatedPosts