Þægilegar og töff

Ég er búin að vera að rokka Rock jeggings frá Oroblu mikið í haust og fannst því tilvalið að sýna ykkur þær. Ég held þetta séu svona þær buxur sem ég er búin að nota hvað mest frá því ég flutti til Köben því það er bara svo þægilegt að smella sér í þær og svo eru þær tiltölulega hlýjar í þokkabót. Rock jeggins er nokkuð nýtt snið frá Oroblu en þær komu sem hluti af vetrarlínunni í haust. Sniðið á þeim er svolítið skemmtilegt en þær eru bæði þægilegar í mittir, sitja ekki lágt niðri á mjöðmunum og ná alveg niður fyrir ökkla. Hér er ég með brett aðeins upp á þær til þess að sýna sokkana mína betur en annars ná þær alveg niður.

Á hliðunum á buxunum er að finna pleður details en pleðrið er eins og pleðrið í Must jeggings frá Oroblu ef þið hafið prófað þær (ef ekki gerið það þá strax því þær eru sjúkar). Restin af buxunum er samt úr teygjanlegu efni svo þessi pleður detail gera mikið fyrir þær og með því ná buxurnar að vera ofboðslega stílhreinar. Ég elska að skella mér í þessar við allskonar boli, peysur og skó því þær passa bókstaflega við allt saman og manni líður alltaf smart. Mæli með þessum og ef þið eruð í vandræðum með jóladress!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hæ haust! Heimsókn í Vero Moda
Ég var stödd á landinu í síðstu viku í 10 daga heimsókn og sú heimsókn var nú heldur betur viðburðarík. Ég er mikið búin að vera frá blogginu í s...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts