Springfield skóladress + GJAFALEIKUR!

Færslan er unnin í samstarfi við Springfield

_mg_3442

_mg_3383

_mg_3391

_mg_3395

_mg_3431

_mg_3416

_mg_3439

_mg_3425

Hingað til hef ég bara sýnt ykkur frekar „fín“ dress hér á blogginu sem eru kannski ekki beint ætluð fyrir hversdagsnotkun svo mér datt í hug að sýna ykkur eitt flott skóla-/vinnudress í dag en ég var svo heppin að fá að gera það í samstarfi við Springfield á Íslandi sem var að opna dyrnar sínar í Smáralind fyrir ekki svo löngu síðan. Búðin er fastur viðkomustaður hjá mér í hvert einasta skipti sem ég fer erlendis og hún er til staðar en ég kynntist henni fyrst þegar ég fór í útskriftarferð með Kvennó til Spánar (fyrir alltof löngu síðan)! Þá keypti ég mér hlébarðagollu sem ég hef notað hvað mest af þeim fötum sem ég á í dag og það sér ekki á henni eftir alla þessa notkun. Ég veit því fyrir víst að gæðin eru til staðar hjá fatnaðinum í versluninni. 

Dressið hér í þessari færslu er Springfield frá toppi til táar fyrir utan undirbolinn minn. Hermannagræni bomber jakkinn er nýkominn til þeirra en hann fellur beint inn í haust-trendin og ég er alveg viss um að hann fari fljótt þar sem hann er gjörsamlega tjúllaður og fullkominn fyrir þetta veður sem er úti núna. Gallabuxurnar eru slim fit en ég bretti upp á þær til að sýna betur þessa æðislegu strigaskó en það má að sjálfsögðu bretta buxurnar niður og hafa þær svoleiðis í vetur þegar kólna tekur. Peysan er síðan þessi típíska „Rannveigar“ peysa en litirnir í henni minna alveg óneitanlega á haustið og ekki skemmir fyrir hversu vel hún passar við jakkann.

Ég fæ svo það skemmtilega hlutverk að tilkynna ykkur um gjafaleik sem var að fara í gang á Facebook síðu Belle.is þar sem við Belle-urnar ætlum í samstarfi við Springfield á Íslandi að gefa báðum aðilum í einu heppnu vinkonu-/vinapari sitthvort 10.000 króna gjafabréfið í Springfield! Hér getið þið nálgast leikinn. Ekki hika við að taka þátt í honum svo þið getið nælt ykkur í nokkrar æðislegar haustvörur fyrir skólann eða vinnuna :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er unnin í samstarfi við Springfield

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts