4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Reykjavík Fashion Festival 2015

Reykjavík-Fashion-Festival2

Reykjavík Fashion Festval 2015 hófst síðasta föstudag og lauk á laugardagskvöldið eftir 6 stórkostlegar sýningar. Ég hef aldrei mætt á hátíðina og mætti ekki heldur núna en naut þess að skoða alla glæsilegu íslensku hönnunina á heimasíðunni NowFashion. Á næsta ári þegar ég hef meiri tíma ætla ég mér að mæta!

Þeir sem hafa fylgst með fjölmiðlum um helgina vita að það er ekki búinn að vera skortur á umfjöllun frá RFF og langaði mig því ekki að falla í hópinn með því að endurtaka það sem hefur nú þegar verið skrifað svo ég ákvað að gera eitthvað aðeins öðruvísi.

Eins og þið eflaust sjáið á myndinni hér fyrir ofan þá datt ég í smá teikningar og var það einmitt það sem ég ætla mér að gera öðruvísi. Ég valdi eitt útlit frá hverjum hönnuði sem mér persónulega fannst standa upp úr og rissaði það upp á blað. Hér fyrir neðan eru svo lúkkin, teikningarnar og smá umfjöllun.

Þessi kjóll stóð upp úr fyrir mig frá Siggu Maiju. Línan samanstóð mestmegnis af svörtum og mismunandi tónum af appelsínugulum og mátti þar meðal annars finna virkilega fallega hnésíða kjóla og jakkafatabuxur úr einhverskonar latex efni ef augun og myndirnar blekkja mig ekki.

Ég er virkilega veik fyrir kápum og því var nokkuð auðvelt fyrir mig að velja þetta útlit úr öllum þeim flottu sem línan samanstóð af. Þessi kápa kæmi sér svo sannarlega vel í þessu ruglaða veðri sem er búið að vera undanfarna daga. Línan frá JÖR innihélt margar virkilega fallegar kápur og voru hvítir, svartir og gráir litir í aðalhlutverki.

Þessi samfestingur frá Another Creation stóð upp úr fyrir mig og á hann algjörlega heima í einu sæti á topp þrem listunum mínum af öllu því glæsilega sem hægt var að sjá á RFF. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst eitthvað við þennan samfesting sjúklega „Beyoncé-legt“ ef svo má að orði komast. Hann minnir mig pínu á Single ladies búninginn hennar sem hún klæddist á Mrs. Carter Show tónleikaferðalaginu sínu svo að ég er viss um að dívan myndi taka sig vel út í þessum, og við hinar líka!

Scintilla skar sig út á RFF með þessum skemmtilegu Marilyn Monroe hárkollum en hárið á fyrirsætunum hjá nánast öllum hinum merkunum var sleikt aftur svo þetta var skemmtileg tilbreyting. Ég átti eiginlega í vandræðum með að velja eitt ákveðið útlit frá þessari sýningu því margar af þessum girnilegu kósípeysum kölluðu hreinlega á mig í gegnum skjáinn! Ég ákvað samt að velja þennan kjól og sé ekkert eftir því þar sem hann er virkilega fallegur. Línan frá Scintilla einkenndist af grafískum mynstrum og fallegum pastel litum.

Ég gjörsamlega dýrka þessa samsetningu og finnst hún vera fullkomin vetrarsamsetning, eruð þið ekki sammála? Þykkar svartar sokkabuxur, hnésíður kjóll, stór kósípeysa og leður öklastígvel – klikkað kombó. Magnea var með virkilega flotta línu í ár sem einkenndist aðallega af blátóna flíkum þó að rauð-appelsínuguli liturinn sem þið sjáið hér fyrir ofan kom sterkur inn þar á milli. Línan innihélt mikið af fallegum prjónuðum flíkum sem væri notalegt að eiga inni í skáp fyrir kalda vetrardaga.

Rúskinn og leður voru áberandi hjá Eyland og stóð þessi fallegi kóngablái rúskinskjóll upp úr fyrir mig. Mikið var um flíkur með rúllukraga hjá Eyland og fannst mér það setja skemmtilegan svip á heildarlúkkið. Þessi kjóll væri til dæmis allt öðruvísi ef rúllukraganum yrði sleppt svo það má segja að hann setji punktinn yfir i-ið.

Ég vona að þið hafið haft gaman af svona aðeins öðruvísi umfjöllun um RFF en ég naut þess þó að grandskoða línunar og teikna upp það sem mér fannst bera af. Ég hvet ykkur svo að kíkja inn á vefsíðu NowFashion sem ég nefni hér ofar í færslunni og skoða hverja línu fyrir sig. Þið verðið svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts