Nýtt í fataskápinn: Æfingaföt

Vörurnar í færslunni eru í einkaeigu

Jæja þá er maður byrjaður að mæta í ræktina! Ég byrjaði reyndar að mæta í desember og þeir sem þekkja mig vita hversu steikt það er því ég fer bókstaflega aldrei í ræktina! En mig langar svona smátt og smátt að breyta um lífstíl þó það muni eflaust taka mig smá tíma þar sem ég er þekktur sukkari en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Vinkonurnar gerðu meira að segja grín að því að nú myndi ég breytast í heilsubloggara en ég held nú að það gerist seint! :D Ég sá samt á Facebook í gær að Vero Moda var að setja upp nýja sendingu hjá sér af íþróttafötum sem að ég varð vægast sagt ástfangin af við fyrstu sýn og brunaði niður í búð að máta. Ég ætlaði að koma heim með hlébarðabuxurnar og hlébarðahaldarann en kom heim með tvennt annað… það skiptir greinilega máli að máta hlutina!

Þennan bol prófaði ég í gær í fyrsta spinning tímanum mínum á árinu og hann er bilaðislega þægilegur og fáránlega flottur. Bolurinn er úr virkilega léttu efni svo hann andar vel en ég tók hann í medium svo hann yrði meira víður á mér. Í tímanum leið mér án djóks eins og ég væri bara á íþróttahaldaranum allan tímann. Æðislegur hlýrabolur.

15781346_10154857093062438_3336401610202924003_n

Eins og þið kannski vitið þá er ég veik fyrir hlébarðamynstri… vægast sagt! Þessi peysa fékk því að fylgja mér heim í poka ásamt hlýrabolnum. Ég sit meira að segja í henni núna þegar ég skrifa þessa færslu en ég hugsa að ég muni nota hana meira hversdags en í ræktina þar sem hún er langerma. Efnið andar vel og er eins og hlýtabolurinn ótrúlega létt og þægilegt. Það eru líka tvö göt á ermunum fyrir þumlana sem gerir hana ennþá flottari. Þar sem ég keypti tvær flíkur úr íþróttalínunni fékk ég í kaupæti hinn fínasta brúsa sem ég ætla að nota undir sítrónuvatn til að geta drukkið það á morgnana… sko hvað ég er holl… fyrir utan Yoyo ísinn sem ég keypti mér í gærkvöldi en það er allt annað mál! ;)

Ég er síðan að fara til Glasgow í lok febrúar og þá ætla ég að kaupa mér fleiri íþróttaföt því að þessar flíkur ásamt bol og peysu sem ég fékk frá tengdó í jólagjöf er pretty much allt sem ég á sem eitthvað er varið í… það er að segja allt sem er ekki gamall Byko bolur frá því ég var að vinna þar í 10.bekk! 

Ætlið þið að byrja að hreyfa ykkur eitthvað í janúar?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts