4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Konukvöldskaupin #2

Færslan er ekki kostuð

IMG_4884

Á fimmtudeginum í síðustu viku var haldið konukvöld í Smáralindinni og ég skrapp því þangað til að kíkja aðeins á tilboðin. Ég fór reyndar beint eftir vinnu til að sleppa við mestu ösina en oftast fer ég nú frekar eftir kvöldmat til að ná mér í eitthvað af smakkinu en orðin sem ég lifi eftir og hef alltaf gert eru … „Free food – I’m there!“. 

Alltaf þegar ég fer í Smáralindina eða Kringluna reyni ég að forðast Vero Moda eins og heitan eldinn og það er ekki vegna þess að ég fíla ekki búðina heldur vegna þess að ég get bara ekki farið tómhent þaðan út! Það virkar þess vegna bara best fyrir mig að labba framhjá svo ég standist nú freistinguna. Ég veit ekki hvað það er sem þessi búð hefur umfram aðrar – ég finn mér bara alltaf eitthvað.

Það var 15% afsláttur á konukvöldinu svo ég leyfði mér að skreppa inn í búðina í þetta skiptið til að verðlauna mig fyrir öll löngu forritunarkvöldin sem ég eyddi í að koma nýju síðunni í gang og ákvað því að gefa mér afmælisgjöf fyrir ársafmæli síðunnar. Ég ætla reyndar að gefa einhverjum af ykkur kæru lesendum veglega afmælisgjöf líka – en komum betur að því síðar ;)

IMG_4886

Ég fór heim með tvo hluti í pokanum en það voru þessar gullfallegu rifnu gallabuxur og þennan venjulega svarta semí rúllukragabol. Ég er varla búin að fara úr buxunum mér finnst þær svo þægilegar og ég er eiginlega varla búin að fara úr bolnum heldur. Þetta er búinn að vera einkenningsklæðnaðurinn minn undanfarna daga og ég fíla mig pínu eins og Steve Jobs þegar ég sit við borðið mitt í vinnunni að forrita. Það er að segja ef Steve Jobs hefði gengið í þröngum rifnum gallabuxum… en hey… bolurinn er eins! ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
powered by RelatedPosts