Konan á bakvið kjólinn

Í gær fór fram 87unda Óskarsverðlaunahátíðin og ég eins og svo margir aðrir settist spennt niður fyrir framan sjónvarpið að horfa á rauða dregilinn og afhendinguna sjálfa. Nú ætlaði ég mér sko að vaka! Ég var með ostapopp í einni og fjarstýringunna í hinni og horfði á stjörnurnar mæta hver á eftir annarri á rauða dregilinn. Ég fylgdist með E! og það er ekkert leyndarmál að viðtölin á rauða dreglinum hvort sem það sé fyrir Óskarsverðlaunin eða eitthvað annað eru að miklu leiti mjög yfirborðskennd þar. Spurt er út í fatnað, hvenær viðkomandi vaknaði, hvað viðkomandi gerði til að undirbúa sig fyrir kvöldið og svo framvegis. Ég verð líka að viðurkenna að ég hef lúmskt gaman að því en í gær þá gekk þetta svolítið fram af mér.

Ástæðan var einfaldlega munurinn á spurningunum og umtalinu sem konurnar fengu miðað við karlana. Aðalspurningarnar sem konurnar fengu voru í tengslum við kjólinn þeirra, hver hannaði hann, hvaðan skartgripir þeirra voru, hvernig hún undirbjó sig fyrir daginn og mikið var talað um hvernig líkaminn þeirra leit út og hvort skórnir pössuðu nógu vel við kjólinn. Skammarlega lítill fjöldi spurninganna og umtalsins snérust um verðlaunin sjálf, hlutverkið sem þær voru tilnefndar fyrir og vinnuna sem liggur þar á bakvið.

Gærkvöldið minnti mig á þetta myndband sem ég sá um daginn og er það frekar sorglegt þegar horft er almennt til jafnréttisbaráttunnar.

Er ekki kominn tími til að horfa aðeins á konuna á bakvið kjólinn? Smá svona mánudagsboðskapur til að fylgja okkur inn í nýja viku 🙂

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Uppáhalds farðanirnar frá Óskarnum 2017!
Þá er ég komin heim frá ferð minni til Glasgow þar sem veskið og axlirnar fengu að finna fyrir því! Ég ætla að reyna að koma mér í almennilega bl...
Vinsælustu færslurnar árið 2015
Gleðilegt komandi nýtt ár kæru lesendur! Tíðkast það ekki annars að hafa svona smá annáll á gamlársdag? Ég hef allavega eitthvað heyrt um það...
Jólaförðunin 2015
Gleðilega hátið kæru lesendur! Ég vona innilega að jólin ykkar hafi verið yndisleg og þið hafið náð að eyða tíma með ástvinum ykkar. Mín jól ...
powered by RelatedPosts