4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Jóladressið mitt

img_1728

Ég er ekki búin að eiga jólafötin mín í lengur en sólarhring en er nú þegar búin að skemma skyrtuna… Flott Rannveig, klapp fyrir þér! Ég gerði heiðarlega tilraun til að strauja hana en brenndi hana bara í staðinn… ójæja þýðir ekki að pæla í því! Jólafötin mín í ár keypti ég í Vero Moda í gær, ég sver ég get ekki farið tómhent þaðan út. Buxurnar eru flottar uppháar dragtbuxur sem eru renndar á hliðinni. Þær eru fullkomnar við þessa snilldar skyrtu sem að smellpassar inn í náttfatatrendið sem er í gangi núna.

img_1729

Ég tók skyrtuna í stærð L svo hún yrði svolítið víð á mig en á sama tíma verður hún þá dálítið flegin. Mér finnst því fullkomið að nota blúnduhaldara undir svo það glitti smá í hann.

img_1727

Kósí og þægilegt dress sem ég get notað á jólunum og í öllum jólaboðunum. Skyrtan kemur líka í svörtu og að sjálfsögðu keypti ég hana líka. Þá á ég til skiptana og hún er ekki brennd! ;)

Skyrtan kostaði mig 5490 krónur en buxurnar 6990 krónur

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts