Flugan frá Hring eftir hring

_MG_0795

Ef það er eitthvað sem getur gert gæfumuninn fyrir hvaða dress sem er þá er það fallegt hálsmen! Sjálf er ég voða lítið fyrir það að bera stór og þung hálsmen um hálsinn þó ég geri það að sjálfsögðu annað slagið þegar tilefni er til. Oftast toppa ég þó dressin mín með litlum hálsmenum sem eiga það sameiginlegt að passa við nánast hvað sem er. Þess vegna var ég voða lukkuleg þegar ég vann þessa fallegu flugu frá Hring eftir hring í Instagram leik hjá þeim fyrir aðeins meira en ári síðan.

_MG_0818

Ég fékk að velja mér lit þegar ég vann fluguna og fékk alveg svakalegan valkvíða en endaði á því að velja mér þessa fallegu túrkisbláu flugu með bleikum og gulum endum. Flugan er eins og óskabein í laginum, rosalega létt og ég nota hana oft til að toppa dress sem mér finnst vanta eitthvað smá meira fútt í. „Minna er meira“ er svo sannarlega regla í mínum bókum og þess vegna hentar þetta hálsmen mér rosalega vel en ef ég vil hafa meira um hálsinn þá finnst mér alltaf fallegt að blanda fluginni saman við til að bæta smá lit við annars litlausar gull- og silfurkeðjur.

Smá tískutips á þessum fína og sólríka mánudegi :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts