Dress up: Útvítt og smart

Buxurnar í færslunni fékk ég að gjöf frá Oroblu

Ég vissi nú ekki að ég gæti orðið ástfangin að buxum… en hér erum við! Nei svona í alvörunni hversu töff eru þessar buxur úr fatalínunni frá Oroblu? Núna í vetur stækkaði Oroblu vöruúrval sitt niðri í Hagkaup Kringlu þar sem nú er heill veggur tileinkaður nýju dásamlegu flíkunum frá ítalska merkinu. Þar er að finna allskonar dásemdir eins og til dæmis síða gollu, peysur, boli, buxur, Rock jeggings sem ég sýndi ykkur um daginn og þessar buxur sem ég er í hérna á myndunum.

Buxurnar eru úr léttu og þægilegu efni sem er samt alveg þétt svo þær eru ekki nálægt því að vera gegnsæjar. Buxurnar eru háar í mittið og bundnar þar í miðjunni með síðu bandi sem ég set í slaufu, að sjálfsögðu eru vasar á buxunum sem er auðvitað algjör snilld og svo er ég frekar lágvaxin svo síddin á þeim er fullkomin fyrir mig þegar ég er í hælum. Það eru þessi smáatriði sem fólkið hjá Oroblu er svo klárt í, og gera flíkurnar frá þeim svo klassískar og smart að mínu mati. Ég tók XS í þessum fyrir þær sem eru forvitnar.

Næst á dagskrá hjá mér frá merkinu er síðan samfella, þær eru æðislegar og ég hreinlega verð að eignast allavega eina! Mæli með að þið kíkið niður í Hagkaup Kringlu og kynnið ykkur nýjungarnar fyrir jólin, þær eru æði <3

P.S. Sýnikennslan með þessu makeup lúkki er væntanleg ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Buxurnar í færslunni fékk ég að gjöf frá Oroblu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hæ haust! Heimsókn í Vero Moda
Ég var stödd á landinu í síðstu viku í 10 daga heimsókn og sú heimsókn var nú heldur betur viðburðarík. Ég er mikið búin að vera frá blogginu í s...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts