Dress up: Sunnudax gallabuxur

IMG_3387

Vonandi hafið þið átt æðislega helgi elsku lesendur! Mín fór mest megnis í afmæli og fjölskylduhittinga en ég fór í hvorki meira né minna en 3 afmæli þessa helgina! Toppið’i það! ;) Á sunnudaginn skrapp ég samt á smá búðarrölt til að brjóta upp á afmælisösina og stoppaði við í Vero Moda… en ekki hvað. Heim í poka með mér komu þessar tjúlluðu uppháu gallabuxur og svo leyfði ég líka þessari peysu að fljóta með af útsölunni en hún kostaði ekki nema tæplega 2000 krónur svo ég gat ekki sleppt henni… ég bara gat það ekki…

IMG_3388

Eruð þið samt eitthvað að grínast með þessar buxur eða?! I’m in love! Háar í mittið og þröngar svo ég skellti í þær einu almennilegu 80’s belti sem ég fékk frá mömmu og þá var ég komin með hinar fullkomnu nýtísku  „mom jeans“ sem eru að gera allt vitlaust þessa dagana. Buxurnar kostuðu 5490 krónur sem er eiginlega bara fáránlega sanngjarnt verð fyrir svona fínar buxur. Mæli allaveg sterklega með því að þið kíkið á þessar en hafið hraðar hendur því þær eru greinilega búnar að fara fljótt! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts