Dress up: Jólaboð

Ég ætlaði að vera rosalega dugleg að taka dress myndir um jólin en það gekk einhvern veginn ekki upp hjá mér. Ég tók hinsvegar þessa einu dress mynd fyrir eitt jólaboðið sem ég fór í og langaði að deila henni með ykkur. Þið sem sáuð jóladressið mitt með rauðu skyrtunni geta því séð hér svörtu útgáfuna af sömu skyrtu. Að þessu sinni paraði ég skyrtuna saman við teinóttar buxur frá Uniqlo en ég hef alltaf verið svakalega hrifin af teinóttu en aldrei haft kjarkinn í að klæðast mynstrinu. Þegar ég sá svo þessar buxur í Uniqlo í fyrra varð ég að slá til því að sniðið á þeim er æðislegt og ég sé svo sannarlega ekki eftir þeim kaupum enda mikið notað þær síðan þá. Ég held meira að segja að ég hafi sýnt ykkur þær hér á síðunni áður! Það er alltaf svo smart að para saman teinótt við einlitar flíkur, finnst ykkur það ekki?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

2 Comments

 1. Avatar
  Katrín
  07/01/2017 / 20:24

  Svo sammála þér með teinótt, maður ætti að þora að klæðast því oftar!

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   07/01/2017 / 21:52

   Klárlega! :D

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts