Dress up: Afmælis!

_mg_24083

_mg_2424-5

_mg_2404-2

_mg_2430-2

_mg_2456-4

_mg_2439

_mg_2400-4

Með þessari færslu langar mig að hefja nýja seríu hjá mér hér á blogginu þar sem ég deili með ykkur hinum og þessum dressum sem ég klæðist. Ég birti brúðkaupsdressin sem ég klæddist í sumar hér um daginn og fékk svo frábærar viðtökur að ég ákvað að halda áfram á sömu braut og nýja serían heitir því „Dress up“ og í henni mun ég reyna að birta færslur reglulega. Ég verð nú seint kölluð tískugúru en mér finnst oft rosalega gaman að gera mig fína þar sem ég er eiginlega alltaf í joggingbuxum og víðum stuttermabol á virkum dögum! Vonandi munuð þið hafa gaman af og getið dregið einhvern smá innblástur af dressunum sem ég birti :)

En þá að þessu afmælisdressi! Á síðastliðinn laugardag fór ég í 100 ára afmæli tengdaforeldra minna þar sem þau fögnuðu bæði sitthvorum 50 árunum. Ég ákvað því að splæsa í nýtt dress fyrir tilefnið og kíkti í ný opnaða Springfield í Smáralind en Springfield er ein af allra uppáhalds búðunum mínum þegar ég skrepp erlendis. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var þegar ég sá að hún væri að opna hér heima! Fyrir kvöldið keypti ég mér þennan klassíska svarta kjól með rufflum og þessa „peysu/kápu“ til að klæðast yfir kjólnum. Ég skellti svo gömlum öklastígvélum frá Bershka á fæturnar og gamaldags 90’s Jóhönnu Guðrúnu snúðum í hárið fyrir þá sem muna eftir því tímabili! Á neglurnar setti ég svo gullfallega Tribal Text-styles lakkið úr sumarlínu Essie.

Annars skemmti ég mér konunglega vel í afmælinu og ekki skemmdi fyrir að vera í dressi sem mér leið virkilega vel í allt kvöldið! ❤️

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
powered by RelatedPosts