Costco kraginn

Vörurnar eru í einkaeigu

Ég er mjög fljótfær Stundum get ég verið svolítið fljótfær. Munið eftir því þegar ég sýndi ykkur flotta svarta faux fur loðkragann sem ég keypti í Vero Moda í fyrra? Við flutningana út til Köben hef ég greinilega losað mig við hann á einn hátt eða annan, að öllum líkindum þegar ég tók Kon Mari aðferðina á fataskápinn minn. Að sjálfsögðu sá ég síðan eftir því þegar að veturinn kom en þá átti ég engan kraga. Daginn eftir að ég uppgötvaði þetta og var þá búin að leita að kraganum mínum hátt og lágt fór ég í Costco. Að sjálfsögðu fór ég í Costco, ég myndi búa þar ef ég gæti en þegar ég var í Costco kom ég auga á þessa kraga hér!

Þetta var svona „meant to be“ myndi ég segja og það sem ég var glöð að koma auga á þá! Kraginn kostar ekki nema rétt undir 1500 kallinn og er til í bæði gráu og svörtu.

Kragarnir eru hlýjir og þægilegir og svo finnst mér þeir líka bara vera ofboðslega töff. Það er algjör snilld að bæta þessu yfir yfirhöfnina sína til þess að gera hana bæði hlýrri og glæsilegri.

Ég fór í Costco í síðustu viku áður en ég fór heim til Danmerkur aftur og þá var ennþá nóg til af krögunum en samt ekki þannig að þeir verða til mikið lengur svo ef ykkur langar í einn eða báða þá myndi ég kíkja sem allra fyrst😊

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hæ haust! Heimsókn í Vero Moda
Ég var stödd á landinu í síðstu viku í 10 daga heimsókn og sú heimsókn var nú heldur betur viðburðarík. Ég er mikið búin að vera frá blogginu í s...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts