Brúðkaupsdress #2

_MG_1008

_MG_1014

_MG_1036

_MG_1029

_MG_1011

_MG_1027

_MG_1053

_MG_0997

Jæja þá er komið að seinna brúðkaupsdressinu sem ég ætlaði að sýna ykkur en þriðju brúðkaupsveisluna á árinu fór ég í um síðustu helgi. Það var alveg rosalegt fjör, góð stemming og veislugestirnir skelltu sér hvorki meira né minna en í feluleik! Að sjálfsögðu vann minn maður enda fórnaði hann sér og jakkafatabuxunum fyrir málstaðinn en hvað geri maður annars ekki fyrir sigurinn ;) Brúðurin klæddist svo draumapeysunni minni í hvítu og var algjörlega stórglæsileg!

Ég ákvað að taka þægindin fram yfir annað þegar kom að fatavali og klæddist þessum glænýja samfesting sem ég pantaði af New Look um daginn. Hann tók ég í stærð 10 en ég nota vanalega stærð small svo ég hefði átt að panta mér hann í 8 en ég þorði ekki að taka sénsinn á því upp á sniðið að gera. Það er alltaf betra ef eitthvað er aðeins og stórt en of lítið. Samfestingurinn er fallega kóngablár og úr mjög teygjanlegu efni en mér leið nánast eins og ég væri ber í veislunni því hann var svo þægilegur! Samfestinginn paraði ég svo við sömu skó og ég var í um daginn nema núna poppaði ég aðeins upp á þá með því að klæðast Fishnet sokkunum frá Oroblu Ég vildi hafa netið aðeins grófara en það er í Tricot sokkunum svo þessir voru alveg fullkomnir!

_MG_0999

_MG_1057

Förðunin var svo sem einföldust hjá mér en ég gerði hlýtóna brúnt smokey á augun og reyndi að hafa húðina eins náttúrulega og ég gat. Ég er búin að vera voða mikið fyrir það undanfarið að nota sem minnstan farða á smettið og leyfa húðinni minni að anda en ég er ekki frá því að húðin sé í miklu betri ástandi eftir að ég byrjað á þessu og ég kemst alltaf upp með það að nota minni og minni farða og hyljara. Á varirnar smellti ég svo uppáhalds Kate nude varlitnum mínum frá RIMMEL en ég tók einnig smá nagladekur daginn fyrir brúðkaupið og hér á nöglunum sjáið þið litin Chinchilly frá Essie sem ég poppaði aðeins upp á með matta yfirlakkinu frá þeim. Fullkomið kombó fyrir haustið :)

Ég keypti mér svo nýja linsu á myndavélina mína um daginn sem er sjúkt að nota í svona dress myndatökur og mig langar alveg ofboðslega mikið að gera einhverja lookbook myndarunu fyrir haustið en er alveg hugmyndasnauð! Ef þið eruð með einhverjar góðar hugmyndir um hvernig lookbook ég get gert sendið mér þá endilega línu á rannveig@belle.is því ég er meira en til í einhverjar hugmyndir frá ykkur! ?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

2 Comments

 1. Avatar
  Loa
  23/08/2016 / 20:49

  Þú varst yndisfögur og fín ??

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   23/08/2016 / 21:02

   ❤️❤️❤️

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts