Brúðkaupsdress #1

 

_MG_0470

_MG_0419

_MG_0418

_MG_0424

_MG_0456

Um síðustu helgi skrapp ég í eitt fallegasta brúðkaup, ef ekki bara ÞAÐ fallegasta brúðkaup sem ég hef nokkurntíman farið í (hingað til) og mig langaði að sýna ykkur dressið sem ég klæddist. Ég var búin að bíða spennt eftir þessu brúðkaupi í allt sumar enda haldið á Kirkjubæjarklaustri svo við hjónaleysin gerðum okkur bara ferð úr þessu og tókum þriggja daga helgi. Kjóllinn sem ég klæddist og heitir því skemmtilega nafni Lappie keypti ég í Vero Moda í byrjun sumars og því finnst mér mjög ólíklegt að hann sé ennþá til en mig langaði nú samt að sýna ykkur dressið :(

Skóna pantaði ég mér hinsvegar fyrir tveimur vikum síðan af New Look en þeir fást ennþá HÉR. Ég er rosalega lukkuleg með þá enda smellpassa þeir og eru bilaðislega þægilegir. Ég gat verið í þeim allt kvöldið og fann nánast ekkert fyrir þeim. Ég nota alltaf stærð 38 í skóm og tók því stærð UK 5 í þessum og þeir gætu ekki hafa passað betur sem betur fer!

Þetta verður sannkallaður brúðkaupsmánuður hjá mér en ég er að fara í annað brúðkaup næstu helgi og ætla auðvitað að sýna ykkur dressið sem ég verð í þá í næstu viku :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Besta ráðið fyrir nýja skó
Góðan dag! Í dag langar mér að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Ég hef nú oftar en einu sinni brennt mig á því að kaupa skó sem ...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts